Kirkjuritið - 01.10.1937, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.10.1937, Blaðsíða 24
318 Friðrik Friðriksson: Kirkjuritið. Itreyttu kringumstæðum. Hann fór að starfa fyrir her- mennina. Iiann fór með járnbrautarlestum, sem fluttu heilar hersveilir til vígvallanna. Hann starfaði og pre- dikaði bak við herlínurnar, i herbúðum, í sjúkraskýl- um, og eftir orustur gekk liann oft í valinn að leita uppi særða og deyjandi menn. Hann hafði mikil áhrif bæði á óbreytla liðsmenn, fyrirliða og herforingja. Moody var á sífeldum ferðalögum á þeim tima og starf- aði hæði heima og að heiman. Það var erfitt að halda reglulegar samkomur; fann Moody þá upp á því að hafa stærri eða minni bænaflokka, og skipuleggja það sem sérstakt starf; seinna urðu þessir hænaflokkar liður í slarfi Moody’s, og kom hann þeim á stofn bæði i söfn- uðum, i sunnudagaskólanum og í K. F. U. M. Moody starfaði mikið í K. F. U. M. Hann sagði: „Ég trúi af öllu Iijarta á K. F. U. M. starfið“. K. F. U. M. í Boston liafði, eins og áður er sagt, orðið honum mikil stoð í hans nýbyrjaða trúarlífi, og eftir að liann hafði fórnað sínu tímanlega starfi, varð K. F. U. M. í Chicago hans eiginlega heimili um langt skeið, þangað til liann kvæntist. Hann tók þátt í lífi fclagsins og störfum þess á margvís- legan liátt og lijálpaði þvi einnig með reynsln sinni á f jár- málasviðinu, en andlega hliðin var samt sú, er liann lagði megináherzluna á. Hann stofnaði til daglegra bæna- stunda í félaginu, sem urðu til mikillar blessunar. A árunum eftir borgarastyrjöldina, 1865—71, var liann aðalframkvæmdastjóri félagsins, en áhrif hans náðu úl til fjölda annara félaga í ýmsum borgum í ríkinu, ferð- aðist hann til þeirra og tók þátt i stórfundum, sem félögin héldu við og við. — Á einum slíkum fundi kyntist hann þeim manni, sem seinna varð starfsbróðir og förunautur á trúboðsferðum hans og hafði hin mestu áhrif. Það var söngvarinn Sanlcey. Hér er ekki tími til að tala nánar um þann merkilega mann né um samstarf þeirra. Það var eins og þessir tveir hoðherar drottins rynnu saman j eina persónu í meðvitund manna. Moody vitnaði og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.