Kirkjuritið - 01.10.1937, Qupperneq 26
320
Friðrik Friðriksson:
Kirkjuritið,
Vorið 1871 ránn upp stór reynslutími. Chicago slóð
eitt kvöld í ljósum loga; mikill hluti borgarinnar brann
til kaldra kola; i þeim hruna hrann kirkjan, sem Moody
starfaði sérstaklega við, og' K. F. U. M.-byggingin.
Eftir brunann safnaði Moody stórfé til hjálpar hinum
nauðstöddu ,og heimilislausu. Sömuleiðis reis hús K. F.
U. M. úr rústum, miklu veglegra en liið fyrra, og var
það að þakka starfsemi Moody’s.
Sérstaklega eftir síðari ferð sína til Englands, sem
har enn meiri ávöxt en sú fyrri, varð Moody frægur
um öll Bandaríkin. Blöðin á Englandi höfðu svo mikið
að segja um miklar vakningabylgjur, sem í sambandi
við ferðalag Moodv’s og Sankey’s liöfðu gengið yfir
England, Skotland og írland. Jafnvel í sjálfri Lund-
únaborg höfðu þessar bylgjur risið liátt; taldist svo til,
að um 214 miljón manna hefði sótt samkomur lians.
Þegar hann nú kom heim aflur til Ameríku, keptust nær
allar stærri horgir um að bjóða honum heim, og var
hann nú á sífeldum trúljoðsferðum um endilöng Banda-
ríkin og alls staðar vöktu komur hans miklar kristilegar
Iiræringar meðal fólksins.
Um einkalíf Moody’s er margt að seg'ja, en fram hjá
því verðum vér að mestu að ganga í þessum minningar-
orðum. Moody kvæntist og eignaðist ágæta konu, sem
var miklu mentaðri en hann, og naut hann góðs af
mentun hennar og samstarfi; hún var honum alt af
undirgefin í ótta Drottins og' dáði hann mjög, varð
hjónaband þeirra hið bezta. Þau eignuðusl góð og mann-
vænleg börn og voru mjög samhent í því að ala þau upp.
Moody kejrpti sér land og bústað á æskustöðvum sínum
í Northfield; því að þann blett elskaði hann öllum stöð-
um meir, og glaður var hann, þegar hann gat notið
næðis þar heima, og' vann þá að heimilisstörfum og
garðyrkju og lék sér við börn sín. Samt gleymdi hann
ekki erindi Herra síns, þótt sælt væri heimilislifið. Hann
stofnaði í Northfield skóla fyrir stúlkur, og' annan skóla