Kirkjuritið - 01.10.1937, Blaðsíða 29
Ivirkjuritið.
Vor sál.
323
einni hafði hann sagt nokkuru áður: „Þér munuð einn
dag lesa í blöðunum, að D. L. Moody sé dáinn, en trúið
því alls ekki; ég verð þá meira lifandi en nokkuru sinni
áður. Ég hefi þá flutt úr þessum leirkofa inn í liið eilifa
hús. Ég fæddist af holdinu 1837. Ég fæddisl af andanum
1856. Það sem fætt er af holdi verður að dej'ja, það sem
af andanum er fætt mun lifa að eilífu.
Hundrað ár eru liðin síðan þessi Guðs þjónn fæddist og
38 ár síðan hann dó. Hann lifir nú ekki aðeins í himnin-
um, heldur einnig á jörðunni i áhrifum sínum. Mættu þau
áhrif einnig ná til vor, þjóna Guðs ríkis í hinni íslenzku
kirkju, að vér einnig fyllumst af hinum sama anda og
hann, sama ltrennandi áliuga í þjónustu drottins, sama
kærleika til Guðs og til þess verks að vinna sálir fyrlr
Jesúm Krist, drottin vorn.
Ég sá sjálfur hlómlegan ávöxt af starfseminni frá
Northfield i Kansas City i Conventionshall 1913 — 31.
des. — Þá sátu 5000 stúdentar þar á fundi í sama saln-
um, sem Moody talaði síðast í, og glöddust yfir stór-
merkjum drottins.
Fr. Friðriksson.
VOR SÁL.
Vor sál er liimnesk harpa
helgum Guði frá,
vér lifum til að læra
að leika hana á.
Og þá, sem ljúfast leika
j)au lög, sem drottinn ann,
við komu dauðans kallar
í kóra sína hann.
Gunnar Árnason
frá Skútustöðum.