Kirkjuritið - 01.10.1937, Qupperneq 30
Kirkjuritið.
SÉRA QUTTORMUR VIGFÚSSON.
Hann andaðist að heimili sinu, Stöð í Stöðvarfirði,
25. júni síðastliðinn, 92 ára gamall. Hafði hann legið
rúmfastur og verið blindur nokkur síðustu ár æfi sinnar.
Ilann var fæddur i Hvammi á Yöllum í Suður-Múla-
sýslu 28. apríl 1845, sonur Vigfúsar prests Guttorms-
sonar, prófasts í Vallanesi Pálssonar, prests á Valþjófs-
stað, Magnússonar lögréttumanns á Brennistöðum, — og
Bjargar Stefánssdótlur, prófasts á Valþjófsstað, Árna-
sonar, jjrests á Kirkjubæ í Hróarstungu, Þorsteinssonar.
Þau séra Vigfús og Björg, kona hans, eignuðust sjö
syni, en aðeins tveir þeirra náðu fullorðins aldri, þeir
séra Guttormur og Páll cand. phil., hóndi á Hallorms-
stað, fyrsti ritstjóri blaðsins „Austra“, dáinn 1884. En
hálfbróðir séra Guttorms, samfeðra, er Björgvin fyrv.
sýslumaður Rangæinga, og er hann sonur seinni konu
séra Vigfúsar, Guðríðar Jónsdóttur, bónda á Gilsá i
Breiðdal. — Séra Guttormur ólst upp hjá foreldruni
sínum, fyrst í Vallanesi og á Valþjófsstað, þar sem fað-
ir hans var aðstoðarprestur, en síðar á Asi í Fellum, er
faðir hans hafði fengið veitingu fvrir því prestakalli,
og þjónaði liann Asi til 1873. En vorið 1874 andaðist
séra Vigfús i Kaupmannahöfn, úr krabbameini. Móðir
séra Guttorms andaðist 1861.
17 ára gamalt fór séra Guttormur til föðurbróður síns,
séra .Tóns Guttormssonar, sem þá var í Móum á Kjalar-
nesi, en síðar prófastur í Hjarðarliolti, og lærði hjá lion-
um undir skóla. Gekk svo inn i fyrsta bekk vorið eftir,
18 ára gamall, og varð stúdent haustið 1869 með 2. ein-
kunn, en sumarið 1871 útskrifaðist tiann af Prestaskól-