Kirkjuritið - 01.10.1937, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.10.1937, Blaðsíða 33
Kirkjuritið. SÉRA JAKOB ÓSKAR LÁRUSSON. Hann andaðist 17. f. m., fimtugur að aldri (f.' 7. júli 1887), eftir þunga vanheilsu í 7 ár, og' ejr með honum liorfinn héð- an óvenjuliega mikill drengskaparmaður, sem íslenzkri prestastétt var jafnan sómi að. Þegar á skólaárunum kom það glögt í ljós, hve góðum gáfum og miklum mannkostum hann var búinn. Ivapp lians og elj- an brást aldrei, og þó bar það meir frá, hver hug- sjónamaður liann var og hve mörg áhugamál hann átti og öll með einhverjum hætti helguð íslandi. Hann var hugljúfi okkar hekkjarhræðra sinna, og ég hygg allra skólabræðra. Oft var að sönnu deilt og af ærnum ákaía, en það kom aldrei að sök. Ástúð Jakobs var svo mikil og heiði hugarins, að hann eignaðist streng i brjóstum okkar, sem aldrei slítur. Á skólaárum, veturinn 1906—7, gerðist hann einn af áhrifamestu frumherjum Ungmennafélagsskaparins hér á landi, og munu hæfileikar hans ef til vill hvergi hafa notið sín jafnvel sem í því starfi, er reyndist þjóð- inni harla giftudrjúgt á næstu árum. Nýtl vor var í lofti. Æska íslands vöknuð.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.