Kirkjuritið - 01.10.1937, Síða 35
KirkjoritiS. Aðalfundur Prestafélags Islands.
329
frá prestsskap fyr en fjórum árum síðar, því að söfnuðir
hans gjörðu sér vonir um það i lengstu lög að fá hann
heilan til sin aftur.
Vinum hans, hinum mörgu, er það gleðiefni, að veik-
indaár hians, löng og ströng, eru nú liðin á enda. Ég hefi
fáa menn þekt, sem ég hygg, að taki heilli á móti eilifð-
inni heldur en hann. Á. G.
AÐALFUNDUR
PRESTAFÉLAGS ÍSLANDS.
Fundarhöldin.
Aðalfundur Prestafélags íslands var haldinn að Hólum, eins
og áformaS hafSi veriS, föstudag og laugardag 27.—28. ágúst.
Komu Sunnlendingar og fáeinir norSlenzkir prestar kvöldiS fyrir.
Fundinn sóttu, auk biskups lands'ins, vígslubisk-
r undarsoKn. L1pSjns norSanlands og tveggja guSfræSiskennara
Háskólans, 19 prófastar og prestar. Einn þeirra var danskur,
séra Regin Prenter frá Hvilsager á Jótlandi. Hann var gestur
fundarins. Nokkurar prestskonur sátu einnig fundinn.
Formaður félagsins, próf. Asmundur Guð-
mundsson, setti fundinn. En fundarstjórar voru
kosnir Friðrik Rafnar vígslubiskup, séra Gísli Skúlason og séra
GuSbrandur Rjörnsson. Fundarritarar séra Helgi KonráSsson og
séra Sveinn Ögmundsson. Morgunbænir og kvöldbænir voru
haldnar í kirkjunni. Töluðu þeir við þær séra Björn Magnússon
dósent, séra Stefán Kristinsson, biskupinn dr. Jón Helgason, og
formaður í fundarlok.
, Formaður gaf í fundarbyrjun skýrslu um störf
, ^TS a UIP Prestafélagsstjórnarinnar á liSnu ári, afskifti
s r ogf ag jlennar af kirkjulegum málum fyrir Alþingi,
'’sms* kirkjulegu starfi í úthverfum Reykjavíkur, eink-
um Laugarnesskólahverfi, og kristindómsfræðslu barna, útgáfu-
starf o. fl. í því sambandi gat hann þess, að Sigurður prófessor
Sívertsen vildi ekki teljast lengur ritstjóri aS Kirkjuritinu, þar
sem hann sökum vanheilsu hefði ekki getað skrifað í það
nokkuð á annað ár. Fór hann nokkurum orðum um það, hversu
ágætt starf séra Sigurður hefði unnið bæði fyrir KirkjuritiS og
PrestafélagsritiS áður,' og tóku fundarmenn undir það með því
að standa upp.