Kirkjuritið - 01.10.1937, Page 36

Kirkjuritið - 01.10.1937, Page 36
330 Aðalfundur Presíafélags íslands. KirkjuritiS. Séra Hálfdan Helgason á Mosfelli gjörði grein fyrir fjárhag félagsins, í stað féhirðis séra Helga Hjálmarssonar, sem var for- fallaður frá að sœkja fundinn, og ias hann upp reikning yfir tekjur og gjöld félagsins. Reikningurinn var samþyktur. Kirkjuritið. Um ritstjórn Kirkjuritsins framvegis var sú samþykt gjörð á fundinum, að Ásmundi Guð- mundssyni var falið einum að annast liana. En hann hét á presta að styðja ritið með því að senda þvi greinar, eða láta sig vití. um það, er gerðist merkast í kirkjumálum eða kristin- dómsmálum með söfnuðum þeirra. c ■ . Aðalumræðuefni fundarins var: Hvernig getur >_amvinna samvinna ])resta orðið meiri og betri? pres a. Málshefjandi var séra Guðbrandur Björnsson prófastur, og flutti hann ítc.rlegt erindi um málið. Hann lagði aðaláherslu á stéttarsamtök með tvennu móti: 1. Stéttarsamtök til að efla andlegan þroska, víðsýni og félags- hyggju þeirra, sem fagnaðarei indið flytja. 2. Stéttarsamtök til stuðnings fjárhagslegri afkomu þeirra, svo að prestarnir verði ekki sökum fátæktar svo andlega lamaðir, að þeir njóti sín ekki að fullu við þetta veglega starf. Ræða hans var í aðalatrið- um á þessa leið: — — Kirkjan má aldrei verða aðeins ambátt, sem geng- ur á eftir sjúkravagninum og hirðir um sár jjeirra, er helt- ast úr lestinni í samkepninni um veraldargæðin. Þetta er að vísu veglegt starf og sjálfsagt, að kirkjan hafi það með höndum. En hún á að verða meira. Hún á að hafa forystu á hendi í eilífðarmálunum. Þar á lnin að vera drotningin, því að hún er kirkja Ivrists, hlýðir konungsvilja hans. Hún má þvi ekki skoð- ast sem öhnusukirkja né þjónar hennar ölmusumenn, sem lof- að er að hjara við léleg lífskjör af líknsemd og góðvild, meðan þeir eru nógu lítilþægir. Annaðhvort er þörf á þeim sem boð- berum fagnaðarerindisins — og þá er verkamaðurinn verður launa sinna, svo að hann geti gengið óskiftur að starfi —■ ellegar hún er óþöri', og þá verður hún að sníðast af þjóðar- meiðnum. En þrátt fyrir alt, sem gjört hefir verið til þess að afflytja erindi prestanna, þá hefir reynslan sýnt, að þjóðin vill halda áfram prestum sínum. Prestarnir verða þessvegna að standa fast saman nm rétt sinn til þess að geta gengið óskiftir að köllunarverki sinu. Til eflingar andlegum þroska, víðsýni og félagshyggju presta, er það lífsnauðsyn, að mentun þeirra sé í fullu samræmi við kröfur tímans, svo að prestastéttin eigi ávalt á að skipa ment-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.