Kirkjuritið - 01.10.1937, Qupperneq 37
Kirkjuritið. Aðalfundur Prcstafélags íslands.
331
uSuní, lærðum, víðsýnum og skilningsgóðum kennimönnum,
sem kunni tök ó að ná til hjartna fjöldans, ekki einungis í
prédikunarstól og fyrir altari, lieldur líka á stéttunum. Fram-
tíðin mun heimta af íslenzku prestunum, að þeir verði forystu-
menn á sviði andlegra félagsmála, er heri trúnni samboðinn á-
vöxt með lýtalausri breytni, og skari fram úr að göfuglyndi,
orðsnild og kærleiksríku hugarfari. Vér jmrfum áfram að eiga
þá menn í prestsstöðu, sem þjóðin iítur upp til vegna lærdóms,
góðgirni, mannkosta og hispurslausrar baráttu fyrir sannleika,
drenglyndi og réttlæti í hverju máli.
Mentuð, viðsýn prestastétt er því markmið félagslegra sam-
taka vorra.
Þegar horft er til þeirra félagslegu samtaka, sem myndast
hafa nú á síðari áratugum innan prestastéttar Islands, þá verð-
ur ekki annað sagt en að þar sé um stórfeldar framfarir að
ræða. Prestastefnan, sem áður var samkoma presta í Kjalar-
nesþingi undir forsæli biskups, er nú orðin prestastefna fyrir
alt landið og oft fjölsótt. Prestafélag íslands nær til allra presta
landsins, og sérstakar deildir i ])vi eru i landsfjórðungunum. —
En er þá ekki takmarkinu náð? Ég er ekki þeirrar skoðunar.
Vér lifum á samvinnuöld og vér boðum samhug og samstarf,
„allir eiga þeir að vera eitt, eins og þú faðir erl í mér og ég í
þér, eiga þeir einnig að vera í okkur“, Jóh. 17. 24. — Vér boðum
guðsrikið, og því er eðlilega gjiirð sú krafa til hinnar islenzku
prestastéttar í heild sinni, að þar riki eining, friður, einlægni og
samvinnuhugur.
Hvernig getum vér aukið þann félagsanda?
Ekki með því að fjölga fundum frá þvi, sem nú er — en með
því að fjölmenna á fundina og haga þeim svo, að þeir geti orðið
sem uppbyggilegastir.
I þessu sambandi vil ég geta þess, að ég hygg að stundum
hafi verið ofhlaðið á fundina erindaflutningi og skýrslugjörðum,
en minni tími hafi unnist til persónulegs samtals, viðkynningar,
hljóðra bænastunda og söngva, getum vér i þessum efnum eitt-
hvað lært af Oxfordstefnunni nýju.
Þá vil ég nefna, hvort ekki væri tiltækilegt, að prestar innan
hvers prófastsdæmis kæmu oftar saman hver á annars heimil-
um en alment tíðkast.
Þá virðist mér sú nýlunda góð til eflingar félagsanda meðal
vor prestanna, að senda tvo presta, eða leikmann og prest, saman
nm ókunna landshluta til prédikunar. Get jeg af eigin raun borið
vitni, að slikt samstarf eflir mjög* persónulega viðkynningu
hlutaðeigandi ferðapresta og þeirra presta, sem heim eru sóttir.