Kirkjuritið - 01.10.1937, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.10.1937, Blaðsíða 38
332 Aðalfundur Prestafélags íslands. KirkjuritiÖ. Vér lifuni á umróta og breytingatímuni. — Þjóð vor er að breytast. - Gamlar lífsvenjur að hverfa, en nýjar í uppsiglingu. Mikið ríður á, að prestarnir skilji nú köllun sína, skilji herhvöt hins nýja tíma. Eldri bóndi í Strandasýslu, sem átti tal við mig um kirkju og kristindóm, sagði við mig eitthvað á þessa leið: „Við Stranda- menn óskum eftir, að prestarnir prédiki á stéttunum“ — svo þagði hann og hætti síðan við: „Ég þekti nýlátinn prest, sem var svo höndlaður af Kristi, að yfir ásjónu hans lýsti friður og innri gleði, við urðum betri menn, ef hann var í návist okkar. — Sendið okkur slíka presta, jjá mun kirkjan njóta álits, þá mun æskan læra að ganga á guðsvegum“. Hér var sýndur fyrirmyndarprestur — eftir gömlum og nýjum mælikvarða. Hér mætist hið gamla og nýja. — Hvað gefur æskan glaða og tápmikla mest fyrir? Eftir hverju sækist hún? Hver móðir myndi ekki geta svarað |>ví: Eftir sannri gleði. Hvar finnur æskan varanlegri, hollari og hetri gleði en i samvistum við j>á karla og konur, sem eiga lunderni Krists, eru höndluð af honum. Alt ber að sama brunni, vér þrá- um ölt, gömul og ung, að lifa lífinu í kærleiksfullkomnun Krists, eignast hinderni hans og hvílast við hjarta Guðs. Hinn eini tryggi samvinniigriindvölliir er því drottinn Jesús Kristur, svo sem hann birtist oss í guðspjöllunum, breiðir faðm jafnt móti brosandi barni sem gráhærðum öldungnum — allir eigum vér að verða eitt í hönum — til hans hnígur vor insta l>rá. Formaður las því næst upp nokkur orð frá heiðursforseta Prestafélagsins, en j>au voru á þessa leið: Nokkur atriði um samstarf presta, sem undirrituðum þykir sér- stök ástæða til, að lögð sé rík áherzla á: I) Að prestar séu samtaka um að fegra guðsþjónustur safn- aðanna og beina þeim sem mest til lofgjörðar og tilbeiðslu, i þá átt, sem nýjasta helgisiðabók vor stefnir að. II) Að prestar leggi sem mesta rækt við húsvitjanir og reyni af fremsta megni að gjöra þær sem andlegastar. Sérstaklega virð- ist nú þörf á að leiðbeina foreldrum með alt, er varðar trúar- legt og siðferðilegt uppeldi barna þeirra, og að guðræknisstund sé á heimilunum í sambandi við húsvitjanir prestanna. III) Að prestar beiti sér fyrir því i sameiningu, að koma á fót safnaðarfélagsskap eins viða og unt er, með 'því markmiði, að ná með kristileg áhrif til æskunnar, til fullaldra fólks og aldraðra, og efla starfsemi kirkjunnar á sem víðtækastan hátt.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.