Kirkjuritið - 01.10.1937, Síða 39
Kirkjuritið. Aðalfundur Prestafélags íslands.
333
IV) Að prestar styrki og efli persómileg áhrif stéttarbræSra
sinna, bæði með því að l'orðast að gjöra lítið úr störfum þeirra
og framkomu, og einnig, og ekki síður, með því að hjálpa þeim
eftir megni i öllu, er lýtur að þjónustu orðsins og mannúðar-
starfsemi og hverju því, er til góðs má leiða.
Þessum ófullkomnu bendingum er beint til aðalfundar Presta-
félags íslands á Hólum 1937, með kærstum kveðjum til allra
fundarmanna, og með þeirri einlægu bæn, að þeir fyrir kraft
frá hæSum megi ávalt vera með öruggum huga og treysta Guði
í bliðu sem striðu.
MeS bróðurhug Sigurður P. Sívertsen.
Fundarmenn þökkuðu þessi vinarorð með því að senda
símskeyti:
PrestafjelagiS sendir heiðursforseta sinum þakkir, kveðjur og
árnaðaróskir. GuS blessi þig og ávöxt starfa þinna fyrir kristni
og kirkju landsins.
FormaSur flutti einnig erindi um samvinnu presta og lagði
megináherzlu á það, aö náin andleg samábgrgö vœri í milli
prestanna, þannig, að þeir mynduðu einn sla'rfsmannaflokk,
sem gnni aff eflingu kristni alls landsins, en ekki aðeins hver í
sinum reit. Þeir bæru ábgrgð meiri og minni hver á annars
starfi, og ættu að vera jafn fúsir til að þiggja og vei.la hjátp.
Næstur flutti séra Regin Prenter erindi, langt og fróðlegt, um
samvinnu presta í Danmörku.
AS lokum var samþykt þessi fundarályktun, er formaður og
frummælandi báru fram:
Aðalfundur Prestafélagsins skorar á alla presta landsins að
efla sem mest samvinnu sín í milli og bendir í því sambandi á
þessi atriði:
1) Prófastar kveðji presta á fund til sin 1 —2 daga a. m. k.
1 sinni á ári.
2) Prestar skiftist um að messa hverir hjá öðrum svo oft sem
því verður við komið.
3) Prestar vinni sem bezt að undirbúningi heima fyrir undir
komu þeirra manna, sem sendir verða um landið til eflingar
kristnilífi þjóðarinnar.
4) Prestarnir vinni saman að eflingu Kirkjuritsins með þvi að
senda því greinar eða stutta kafla úr prédikunum sínum.
5) Að loknum aðalfundi ár hvert, verði þess kostur, að prest-
ar og kennarar guðfræðideildar eigi saman lengri dvöl, ef þeir
óska.