Kirkjuritið - 01.10.1937, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.10.1937, Blaðsíða 42
336 Aðalfundur Prestafélags Islands. Kirkjuritið. leiðbeinir. Enda eru þeir mjög auðlærðir og einfaldir. Myndi það vafalaust verða guðsþjónustulífi þjóðarinnar til mikillar efiingar, ef unt yrði að hafa nýja guðsþjónustuformið um hönd alstaðar á landinu. Þyrfti það helzt að verða á næstu árum. Á fund- inum var því þessi tillaga samþykt: Fundurinn beinir þeim tilmælum til kirkjustjórnarinnar, að söngfróður organleikari verði sendur um landið til þess að stofna söngflokka í söfnuðum og kenna þeim nýju messusvörin. Aðrar sámþyktar tillögur voru þessar: Aorar tillogur. | Fundurinn beinir þeim tilmælum til Al- þingis, að það láti lögin um Prestakallasjóð koma til fram- kvæmda nú þegar. 2. Fundurinn skorar á presta, sem eiga sæti í skólanefnd- um eðá barnaverndarnefndum, að vinna að sem mestum fram- kvæmdum í anda barnaverndarlaganna og neyta m. a,, bág- stöddum börnurh til þroska, réttarins til fjárframlags úr sveitar- sjóðum eða bæjarsjóðum, er ekki skal reiknast framfærslustyrkur til foreldranna. 3. Að gefnu tilefni felur fundurinn stjórn Prestafélagsins að grenslast eftir því, hvort fyrirmælum laga um hýsingu prests- setra um hómark afgjalds af lánum til endurbygginga eða við- gerðar prestssetra sé fylgt, og reynist svo ekki, að gera ráðstaf- anir til þess', að því verði kipt í lag. 4. Fundurinn lýsir eindregnu fylgi við samþyktir Þingvalla- fundarins um bindindismál. Kosning stjórnar og endurskoðenda. í lok fundarins fóru fram kosningar á stjórn félagsins og endurskoðendum. Voru allir end- urkosnir. Stjöfnina skipa því nú: Prófessor Ásmundur Guðmundsson, form. Séra Árni Sigurðsson. Séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup. Séra Friðrik Hallgrímsson. Prófessor dr. Magnús Jónsson, ritari. Endurskoðendur eru: Séra Kristinn Daníelsson, præp. hon. Séra Þorsteinn Briem, prófastur. , í sambandi við fundinn flutti séra Benjamín m nm g Kristjánsson erindi um Guðmund biskup Ara- Guömundar son hinn góöa, en á þessu ári eru liðnar sjö ^°®a* aldir frá dauða hans. Erindið var flutt í dóm- kirkjunni sunnudaginn 29. ág., og mun það birt í næsta hefti Kirkjuritsins.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.