Kirkjuritið - 01.10.1937, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.10.1937, Blaðsíða 43
KirkjuritiS. Innlendar fréttir. 337 Veran á Hólum. Samverudagarnir á Hólum voru öllum fund- armönnum til mikillar ánægju. Bar margt til jjess. Fundurinn þótti takast vel og auka mjög á kynningu. Tign og fegurð staðarins, kirkjan og helgi sögu- minninganna hrifu hugin. Og viðtökur skólastjórans, Kristjáns Karlssonar, og annara heimamanna voru svo ágætar á allan hátt, að það var alveg eins og menn ættu „heima að Hólum“ þennan tíma. Vll Kirkjuritið þakka gestrisni þá og alúð, sem öllum var sýnd. Á. G. INNLENDAR FRÉTTIR. Lausn frá prestskap hefir séra Matttiias Eggertsson í Grímsey fengið l'rá 1. þ. m. að te.lja. Hann mun hafa verið lengst allra presta í Grímsey, sam- tals 44 ár. Myndi hann hafa orðið júbilprestur á næsta vori, hefði hann þjónað þangað til. Prestskosningar. í Stafholtsprestakalli var séra Bergur fíjörnsson kosinn prest- ur, en í Glaumbæjar séra Trgggvi Kvaran. Prestsvígslur. Gísli Brynjólfsson guðfræðiskandídat hefir verið settur prest- ur í Kirkjubæjaklaustursprestakalli í Vestur-Skaftafellsprófasts- dæmi frá 1. þ. m. að telja. Hann var vigður til prests 19. f. m. Eirikur J. Eiríksson guðfræðiskandídat hefir ráðist aðstoðar- prestur til séra Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi í Dýrafjarðar- þingum, og tók hann prestvígslu 10. þ. m. Séra Sigtryggur Guðlaugsson prófastur átti sjötíu og fimm ára afmæli 27. f. m., og var honum sýndur margskonar sómi j)ann dag og fluttar þakkir fyrir langt og frá- bærlega gott starf í þágu kirkju og skóla. Gamlir nemendur Núpsskóla færðu honum að gjöf vönduð útvarpstæki. Kosning í kirkjuráð. Atkvæði við kirkjuráðskosningu voru talin 6. þ. m., og féllu þau þannig: Af prestum og kennurum guðfræðideildar voru

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.