Kirkjuritið - 01.10.1937, Qupperneq 44

Kirkjuritið - 01.10.1937, Qupperneq 44
Innlendar fréttir. KirkjuritiS. 338 kosnir þeir Ásmundur Guðmundsson prófessor með 50 atkv. og séra Þorsteinn Briem prófastur með 38 atkv. Næstur honum var Björn Magnússon dósent, sem fékk 8 atkv. Ennfremur til- nefndu 17 héraðsfundir kirkjuráðsmenn, og hlutu þessir kosn- ingu: Ólafur fíjörnsson kaupmaður á Akranesi, sem fékk 146 atkv. úr 17 prófastsdæmum, og Gisli Sveinsson ’sýslumaður, er hlaut 79 úr 10 prófastsdæmum. Matthías Þórðarson þjóðminja- vörður var næstur með 63 atkv. úr 9 prófastsdæmum. Utanfarir guðfræðiskandídata. Guðfræðiskandídatarnir Jóhann Jóhannsson og Jóhann Hann- esson fóru utan í sumar sem leið til þess að stunda framhalds- nám í guðfræði. Fengu þeir báðir til þess nokkurn styrk frá Háskólanum. Hinn fyrnefndi mun dvelja á Norðurlöndum, en hinn siðarnefndi að líkindum í Sviss og á Englandi. Sigurbjörn Einarsson hefir nú lokið kandídatsprófi í heimspeki við Háskólann i Stokkhólmi, eftir 4 ára nám við Uppsalaháskóla. Hlaut hann mjög góða einkunn, m. a. ágætiseinkunn í trúbragðasögu, fyrir ritgjörð um hugmynd Grikkja um dánarheima og ódauðleika. Hann er kominn heim og kennir trúbragðasögu við Kennaraskól- ann, jafnframt stundar hann guðfræðinám við Háskólann. Á. G. Frá Siglufirði. Kristilegu starfi meðal sjómanna hefir verið haldið uppi á Siglufirði í sumar, yfir síldveiðitímann, eins og að undanförnu. Hefir norska sjómannatrúboðið annast starfið meðal erlendra sjómanna, en Jóliannes Sigurðsson meðal íslenzkra. Hafa marg- ir notið góðs af þessu starfi nú eins og að undanförnu. Fór það fram með sama hætti og verið hefir og áður hefir verið lýst í Kirkjuritinu. Engum sem til þekkir blandast hugur um þörf- ina á slíku starfi yfir síldveiðitímann, og fer sú þörf mjög vax- andi. J. Sigurðsson hefir synt mikla fórnfýsi í þessu starfi, en hann hefir nú starfað á Siglufirði í 9 sumur samfleytt. Ó. J. Þ. Sökum rúmleysis verða margar greinar að bíða næsta heftis Kirkjuritsins, m. a. um merka kirkjulega viðburði hæði hér á landi og erlendis. Kirkjuritið kenmr út 10 sinnum á ári — alla mánuði ársins nema ágúst og septembermánuð — um 26 arkir alls og kostar kr. 5.00 áigangurinn. Gjalddagi 1. apríl — og 1. okt., ef menn kjósa held- ur að borga í tvennu lagi. Afgreiðslu og innheimtu annast séra Helgi Hjálmarsson, Hringbraut 144, sími 4776, Reykjavík.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.