Kirkjuritið - 01.05.1939, Síða 7

Kirkjuritið - 01.05.1939, Síða 7
Kirkjuritið. Kirkj an menningarmiðs töð. 181 spænis sömu andstæðum og er sjálfur svo bundinn þeim, að hann fær sig engan veginn losað, liversu mjög sem hann vildi, þar eð þetta er órjúfanlegt lögmál tilverunnar. I.ífið og dauðinn eru stórfengleg fyrirbrigði, sem hver maður hefir fyrir augiun frá vöggu til grafar. Þar eru falin örlög hans, stundum yndislega lokkandi, stundum lirottalega ögrandi, en ávalt óumflýjanleg. Þar er fal- inn kjarni gjörvallrar tilverunnar, þaðan streyma allar elfur og þangað liggja allir vegir. ()g vér getum vart hugs- að oss fátækari sál en þá, sem að miklu eða öllu leyti lætur slíkar staðreyndir afskiftalausar. Þar kann að mega finna nokkura bóklega mentun, en ekki sanna menning. Fyrir því fullyrði ég hiklaust, að einn aðalþáttur sannar menningar hlýtur að vera sá, að hagleiða vandamál lífs °g dauða, svo náið samband sem er milli þess og vax- andi andlegs þroska hins innra manns. Það er auðvitað hæði gotl og þroskandi að vita deili á liðnum frægðai’- dögum og fjarlægum furðuverkum, en er þó vísast enn nauðsynlegra að vita deili á því, sem næst manninum er, þvi, sem hann sjálfur er í, lifir og lirærist. Og hvað er þá nær ínanninum en lifið og dauðinn? Hvað ætli að snerta l'uga mannsins kröftuglegar en hin margvíslegu vanda- niál þessara tveggja andstæðna tilverunnar? Sönn menn- ing hlýtur ávalt að nema staðar þar fyrst og virða fyrir sér þær römmu rúnir. Allir lifum vér, og liggur nokkuð nær oss mönnunum en að spyrja: Hversvegna lifnm vér? Allir eigum vér að deyja, og er oss nokkuð skyldara en að spyrja: Hversvegna deyjum vér? Hvernig getur nokk- nr maður tekið andlegum framförum, sem aldrei liugs- ar nm þetta! Eða livað getur styrkt manninn hetur til vaxandi andlegs þroska en einmitt íhugun þessara vanda- vandamála! Hér eru hlutir, sem vissulega er vert að glíma við: Lífið með margbreytni þess, gleði þess og sorgum, stríði þess og striti, stundum ólgandi eins og freyðandi fossinn, stundum friðsamt eins og ládautt hafið í aftan- kyrðinni — og dauðinn, stundum mildur og kærkominn

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.