Kirkjuritið - 01.05.1939, Side 8

Kirkjuritið - 01.05.1939, Side 8
182 Hálfd’án Helgason: Mai. lausnari, stundum grimmúðlegur og liarðbi’jósta óvinur, en ávalt þögull, myrkur og alvarlegur. Víst er liér margt að glíma við fvrir hugsand'i menn. Sönn menning getur aldrei gengið fram hjá svo stórfenglegum vandamálum, svo nærtækum og örlagaríkum viðfangsefnum. Hún hlýl- ur að knýja menn til að hugleiða vandamál lifs og dauða. En það er auðvitað ekki nóg, að hugleiða þau mál, og hlaupa svo frá öllu saman. Sérhver hugleiðing á að hafa skilninginn að marki. Því hlýtur annar aðalþáttur sannrar menningar að vera sá, að skilja vandamál Ufs og dauða. Það er nú sitt hvað að sjá fyrirbrigðin og þekkja þau og hitt, að skilja þau. Margur hefir hætt að tmgsa af því, að hann skildi ekki við fyrstu tilraun. En vandamál lífs og dauða eru ekki svo auðráðin, að þau verði skilin í fyrsta leik. Þar er Ixæði djúpt til botns og liátt á efsta tindinn. Leiðin til sigurs liggur oft yfir kletta og klungur fjöl- margra ósigra. En leiðina verður að halda, þótt torfær- urnar séu margar. Það verður að komast svo langt, sem mannlegur skilningur getur náð og mannleg orka leyfii'. Sönn menning verður að geta sagt oss, hversvegna vér stríðum og stritum og liversvegna vér líðum og deyjum. Sönn menning verður ennfremur að geta upplýst oss um |)að, hvaðan vér komum og hverl vér förum. Sönn nxenn- ing verður að skilja jafnt sorgina sem gleðina, þrautirnar sem vellíðanina, friðinn sem baráttuna og ósigrana sem sigrana. Því að ])ótl bjartir sólskinsdagar lífsins geti verið og séu mönnunum lyftistöng og hvatning til andlegrai' framsækni, þá verður þó tiver dimmur dagur og hver reynsluskúr margfaldur hemill gegn sliku, ef ekki fæst skilningur á tilgangi tians og takmarki. Sú menning, sem bregst þessu hlutverki sínu, hún verðskuldar ekki æðsta sessinn, liún gefur raunverulega steina fyrir l)rauð. Og þó „skilningstréð er ekki lífsins eik“, eins og enska skáldið Byron segir, er hann í Manfred iklæðist gerfi þessa örvilnaða og örvona leitanda, sem eftir að hafa kannað alf: „Vísdóm og fræði, leyndra dóma djúp, mann-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.