Kirkjuritið - 01.05.1939, Síða 10

Kirkjuritið - 01.05.1939, Síða 10
184 Hálfdán Helgason: Maí. isins til þess að geta dáið? Blessuð sé sú menning, er veitir hjarta voru öryggi í lífi og dauða. — Og þá hefi ég í fáum orðum bent á þá þrjá höfuð- þætti sannrar menningar, sem mér koma fyrst í hug við skýrgreining þessa hugtaks, en geng þess hinsvegar ekki dulinn um leið, að margir yðar ef til vill myndu vilja leggja áherzlu á annað eða orða hið sama á annan og þá eflaust betri liátt en sem hugleiðing og skilning á vandamálum lífs og dauða, samfara öryggi hjartans gagn- vart þeim vandamálum. En er ég nú held mér við skýr- greining mína, þá er mér það ljóst, að allar menningar- stofnanir laka að einhverju leyti — sumar meira, aðrar minna tillit til þessara þriggja aðalþátta. Að minsta kosti verður það vart um nokkura menningarstofnun sagt, að liún vilji ekki stefna að því marki, að vekja hugann, glæða skilninginn og skapa sálunni andlegan styrk. Hitt er annað mál, að misjafnlega vel tekst, vegna þess, að þær leiðir eru ekki allar jafnheppilegar, sem farnar eru, né þeir leiðtogar allir jafn hæfir, sem forustuna hafa á hendi. En ein stofnun er þó til, sem leggur megináherzl- una á þessa þrjá aðalþætti sannrar menningar, og sú stofnun er kristin kirkja. í Efesushréfinu 4. kap. lesum vér þessi orð: „.... í Jesú hafið þér lagt af, ásamt með hinni fyrri breytni, hinn gamla mann, sem er spiltur af tælandi girndum, en endurnýjast í anda hugskots yðar og íklæðst hinum nýja manni ....“. Á orðum sem þessum hefir kristin kirkja bygt tilveru sína öld1 fram af öld, og gerir enn. Og oss þarf ekki að furða, þótt hún hafi i aldaraðir verið mann- kyninu menningarljós, þar sem liún þegar frá fyrstu byrjun skilur rétt eðli sannrar menningar, að endurnýja manninn í anda hugskots síns, eins og postulinn orðar |)að, eða að stuðla að vaxandi andlegum þroska hins innra manns, eins og vorir tímar taka til orða. Og þegar ver svo sundurliðum starfsemi kirkjunnar i anda sannrar

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.