Kirkjuritið - 01.05.1939, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.05.1939, Blaðsíða 11
Kirkjuriiið. Kirkjan menningarmiðstöð. 185 menningar, þá verða guðsþjónustur hennar eðlilega fyrst íyrir oss, enda eru þær, auk þess sem mest ber á þeim, pungamiðja liinnar kristilegu starfsemi, þótt alt hennar starf að öðru leyti, í hverri mynd sem það birtist, hafi avalt sama markmið og sjálfar guðsþjónusturnar. En á hvað benda þær oss? Þær benda oss fyrst og fremst á Það, að kirkjan leggur megináherzluna á hina þrjá höfuð- þætti sannrar menningar. í fyrsta lagi vill kirkjan fá oss til að hugleiða vanda- mál lífs og dauða. Sérhver helgidagur hefir sinn sérstaka hoðskap að flytja, sínar sérstöku hænir og sína sérstöku sálma, sem alt minnir oss á hin margvíslegu vandamál lífs og dauða, gleðina og sorgina, sigrana og ósigrana, vanmált vorn og baráttu, freistingar vorar, vonbrigði og hhyggjur. Yér erum þannig knúð til þess, að hugleiða þessi vandamál frá nýju og nýju sjónarmiði á hverjum helgum degi ársins. En svo vill kirkjan í öðru lagi fá oss til að skilja vanda- mál lífs 0g dauða. Fyrir þvi heldur hún fyrst og fremst a lofti boðskap hans, sem sendur var frá hinum hæsta, alvitra, skapara himins og jarðar. Hún leysir vandamál- ln Ineð því, að benda oss á Guðs-soninn Jesúm Iírist, sem á undursamlegan bátt opinberaði oss föðurforsjón Guðs og guðsbarnarétt vorn, sem benti oss á baráttu, þrautir og þrengingar lífsins sem leiðina til æðri þroska, sem sýndi oss eilífa lífið að baki skuggatjaldi dauðans. ^g um það þarf vísast ekki að efast, að lífið og dauðinn hljóta annan svip í augum vorum, þegar vér vitum, að Ver erum frá Guði komin og eigum að liverfa til hans a^hir, þegar vér vitum, að almáttugur, alvitur og algóður guðdómskraftur leiðir oss og styrkir gegn um dimman jarðlifsdalinn til sólbjartra eilífðarlanda. Við það fæst shýring á svo mörgu, sem ella væri með öllu óskiljan- ■ ranglátt og gjörræðisfult. En samfara þessu er svo kirkjan þess einnig megnug' a< veita hjarta mannsins örgggi í lífi og dauða. Og þá er

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.