Kirkjuritið - 01.05.1939, Qupperneq 16

Kirkjuritið - 01.05.1939, Qupperneq 16
Maí. Endurfæðing. Það var maímorgunn fagur, mild í heiði sólin skein, yndislegur drottins dagur, dýrðleg veröld, klár og hrein. Hvergi skuggi, ský né móða skygði á lífsins jómfrúmynd. Alt var helgað hinu góða. Hrein var jörð af allri synd. Alt var nýtt og endurborið, eins og hefði fæðst í gær: Fjöllin blárri, fegra vorið, fífill grænni, hlýrri blær. Grasivaxin grund og bali gróðurmeiri sýndust þá. Blíðast skein um bygð og dali bros Guðs sólar himnum frá. Gekk ég þá um gullnar slóðir, Guð í hverjum manni sá. Elskað gat ég allar þjóðir. Eilífð mér í brjósti lá. — Ó, hve hlý var æskan bjarta, yndislegt að vera til. Guðsblær lék um hug og hjarta, heimur vermdist sólar yl. Sýn mér aftur sólnaveldin —- sælulífið, Guð, í þér. Kveik að nýju kærleikseldinn, Kristslífið í brjósti mér. Brenn í eldi elsku þinnar alt, sem mig þér skilur frá. Skín þú, sólin sálar minnar. Svala minni hjartans þrá. Gef mér aftur æsku minnar yndisfögru vonalönd. sæluheima sálarinnar, sonarréttinn þér við hönd. — Vakna blóm á vori hlýju, vermist hjartað kærleiksyl, grasið verður grænt að nýju, — guðdómlegt að vera til. Pétur Sigurðsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.