Kirkjuritið - 01.05.1939, Page 19

Kirkjuritið - 01.05.1939, Page 19
KirkjuritiS. Sunnudagshelgin. 193 andleg vera, og frá því sjónarmiði þarf liann að full- nægja andlegum þörfum. Helgidagarnir veita mönnum sérstakleg tækifæri til þess að auðga anda sinn á margan liátt. Frá kristilegu sjónalrmiði hefir hvíldardagurinn sér- staka þýðingu sem guðsþjónustudagur, þegar mönnum gefst tækifæri til að taka þátt í sameiginlegum guðsþjón- ustum og tilbeiðslu kristinna manna. Þennan þátt hvild- ardagshaldsins mega kristnir menn ekki vanrækja. Eí menn sækja kostgæfilega guðsþjónustur hvern sunnudag, auka þeir lielgi dagsins, og vart mun hjá því fara, að þeir geti sótt þangað góð álirif, er hafi blessun í för með sér fyrir trúarlíf þeirra í heild sinni. Að eiga heilsteypta trúarlega lífsskoðun er mönnum eigi síður nauðsynlegt í baráttu lífsins en likamleg orka. Enginn getur eignast hana, nema hann reyni að brjóta til mergjar viðfangsefni trúarlífsins og geíi til- beiðsluþrá sinni útrás í sameiginlegri guðsdýrkun. Þetta er annar höfuðtilgangur hvildardagshelginnar, sem ætti að vera ljós hverjum kristnum manni. Hvernig er nú helgihaldi hvíldardagsins farið vor á nieðal? Notum vér kristnir menn þann dag eins og vera ber frá kristilegu sjónarmiði? Ég' býst við, að vér getum ekki svarað því alment játandi; ég hygg, að vér Islending- ar stöndum langt að baki öðrum þjóðum í þeim efnum. Eins og kunnugt er, eru til ákveðin lög' um almannafrið á hinum löghelguðu helgidögum kirkju vorrar. Þetta er gert til þess að tryggja það, að þeir, sem vilja, geti notið þeirrar hvíldar og helgi, sem bundin er við helgidagana. Þessi lög eru i mörgum tilfellum aðeins dauður bók- stafur, enda er viðfangsefni þeirra þess eðlis, að mjög er erfitt að tryggja það með lagabókstaf. í daglegu lífi manna, eins og það nú er orðið, eru mörg störf þess eðlis, að ekki verður hjá því komist að inna þau af hendi, þó á helgidögum sé, og oft getur verið mjög mikið álitamál, livað rétt er í þeim efnum, og verður því

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.