Kirkjuritið - 01.05.1939, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.05.1939, Blaðsíða 20
194 Óskar .1. Þorláksson: Maí. Iiver og einn að fara eftir þvi, sem liann telur rétt fyrir Guði og samvizku sinni. Öll blind bókstafstrú er í þessn efni sem öðrum einungis lil skaða. En liinu getur enginn neitað, að alt of mikið er að þvi gert að nola sunnudaga og helgidaga yfirleitt til þeirra starfa og athafna, sem ekki eru að neinu leyti nauðsynleg, og fara menn þá á mis við þá blessun, sem heilbrigt hvíldardagshald getur veitt þeim og fjölskyldum þeirra. Það má sjálfsagl misnota helgidagana á ýmsan hátt annan en með ónauðsynlegri vinnu. Óregla og svall er t. d. miklu meiri misnotkun á lielgum dögum en þó menn stæðu við vinnu sína sem aðra daga. Um það þarf ekki að orðlengja. Helgidagarnir eiga að vera í vissum skilningi hátíð fyrir livert heimili. Það á að vera annar blær yfii' lieimilinu þann dag en aðra daga. En til þess, að það geli orðið, þurfa allir á heimilinu að vera samtaka, og enginn má siiilla heimilisgleðinni á kostnað annara. Eitl hið þýð- ingarmesta í öllu uppeldi liinna ungu er sá andi, sem rík- ir á hverju heimili, og ekki hvað sízt á þetta við um þann anda, sem ríkir þar á helgum dögum, þegar menn njóta tivíldar frá daglegum störfum. Óeining og leiðindi á lieim- ilum á mikinn þátt í því að fæla unglingana þaðan og leiða þá út á glapstigu. Flóttinn frá heimilunum er tvímælalaust hin iiættuleg- asta braut fyrir siðferði æskunnar, um það eru flestir uppeldisfræðingar sammála. Þetta á ekki bvað sízt við í bæjum og borgum, þar sem nóg er um þá staði, sem rétta lokkandi út höndina móti liinum ungu og bjóða þeim til sín undir yfirskini falskrar gleði. Heilbrigt lielgihald hvíldardagsins og annara helgidaga á lieimilum ætti að geta verið vörn gegn sliku, en til þess þarf það að grundvallast i trúarsamfélagi, þar sem virð- ing er borin fyrir guðsótta og góðum siðum. „Hve sælt bvert hús, er húsráðendur stýra, sem Iiafa þig í ráðum æ með sér,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.