Kirkjuritið - 01.05.1939, Qupperneq 23

Kirkjuritið - 01.05.1939, Qupperneq 23
Kirkjuritið. Hversvegna sæki ég kirkju. 197 minn. Ég vil geta skilið hann, og gefa honum tækifæri lil að skilja mig, svo að báðum veitist auðveldara að fyr- irgefa, ef á þarf að halda. Ég vil njóta uppörfunar hans og fræðslu. Ég sæki kirkju vegna þess, að kirkjan leitast við, þótt i veikleika sé, að gera kenningar Krists að veruleika i lífi einstaklinga og þjóða, en Kristur er eina von heimsins. Eg sæki kirkju til þess, að fá næði til hæna og hug- leiðslu: „Það er svo oft í liáum heimsins glaumi, að heyrist ekki lífsins friðarmál“. Þá flý ég til kirkjunnar. Þar hefi ég lifað augnablik helg- nð af himinsins náð. — Og ég sæki kirkju til þess, að taka á móti því, sem Guð vill gefa mér í messunni, livort sem það er í ræðunni, sálnii, pistli eða guðspjalli, eða hvar sem er og hvort hcld- ur sem það sýknar eða sakfellir, særir eða græðir — já, hvort heldur sem það lætur mig vaxa eða minka. Ég veit, að ég þarf alls þessa með. Fyrsta andvarp mitt, þegar ég stíg yfir kirkjuþrepskjöldinn, ætti ætíð að vera: „Til þín, Guð, með tóma hönd, titrandi ég varpa önd“. Ég sæki kirkju til þess, að auðgast og styrkjast, svo að eg verði fær um að vinna verk mín með trúmensku og geti tekið hverju, sem að höndum ber, með trausti og rósemi. Og loks sæki ég kirkju af því, að samvizka mín segir mér, að það sé rétt og það ættu allir að gjöra. Einhver djúpstæður þáttur í vitund minni segir mér, að það sé dulrænt samband milli kirkjurækni þjóðarinnar og lifs- hamingju hennar. Þessvegna sæki ég kirkju og þessvegna ég, að allir fslendingar sæki kirkju — og ekki sízt æskulýðurinn! Vald. V. Snævarr.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.