Kirkjuritið - 01.05.1939, Qupperneq 25

Kirkjuritið - 01.05.1939, Qupperneq 25
Kirkjurilið. Fylling tímans. 199 raunverulega fullnaður, þ. e. a. s. saga þjóðanna og þró- un var einmitt á þessum tíma komin á það stig, sem hún þurfti að vera, til þess að tímamótin miklu gætu komið. Þessari fylling tímans hefir oft verið lýst. Henni er lýst meira og minna í upphafi hverrar kirkjusögu, því að upp- runi kristninnar verður með engu móti skilinn, nema gera sér þetta ljóst. Það getur að vísu vel verið, að upptök og vöxtur kristninnar verði aldrei skilinn né skýrður til fulls, en það er þó lielzt með þvi að sigla eftir þessum leiðar- steini. Ég liefi í bók minni um Pál postula og frumkristnmá um daga lians dregið upp mynd af því umhverfi, sem kristnin kom inn i, og þeim akri, sem hún féll í, en það er mynd af Gyðingdómi þeirra tíma og Rómverska rikinu. Gyðingdómurinn, eins og hann var, gefur lielzt möguleik- ann til þess að skilja, hvernig slík lireyfing gat liaíist. En Rómverska ríkið, með öllum þess einkennum, starfi og menningu, getur hclzt gefið skýringu á því, hvernig þessi hreyfing náði svo skjótri úthreiðslu. Það er vitanlega frágangssök að draga þessa mynd upp í svo afarstuttu máli, sem hér er kostur á. En ég get nefnt aðeins dæmi, til þess að sýna, hvað ég á við. Slik koma sem Jesú Krists, og' með þann hoðskap, sem hann kom, var ólmgsandi nema með þjóð, sem um alda- raðir hafði verið undir sérstakri guðlegri handleiðslu. Það er sagt, að allir mestu menn tónlistarinnar séu upp i'unnir í gömlum tónlistaættum. Og þessar tónlistaættir eru lielzl með þeim þjóðum, sem liæði eru að eðlisfari lónhneigðar og hafa öldum saman lagt rækt við tónlist, éannsakað hana og fengist við iiana af lífi og sál. Þannig er það vafalaust á hverju einstöku sviði snildarinnar, ef fullkomnum rannsóknum yrði við komið. Og þannig er það og á sviði trúarbragðanna. Ilinn mannlegi hoðberi æðslu opinherunar Guðs lilaut að koma fram með þeirri þjóðinni, sem langdjúpsæust er í trúarefnum allra þeirra þjóða, sem nálægt vorri menningu búa, en það eru Gyð-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.