Kirkjuritið - 01.05.1939, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.05.1939, Blaðsíða 26
200 Magnús Jónsson: KirkjuritiS. ingar.öldum saman höfðu þar komið fram spámenn og trúarleg mikilmenni, sem færðu þjóðinni opinberun Guðs, gáfu henni aðdáanleg trúarleg rit og ólu liana upp í guðs- þekkingu og trúarhlýðni. Engin þjóð hafði haldið sér jafn trúarlega og siðferðislega hreinni eins og Gyðingar. Engin þjóð, öldum saman, nærst á jafn háleitri og óspiltri andlegri fæðu eins og þeir. Þar var loks, í fylling tímans, skapað skilyrðið fyrir því, að Guðs-syninum yrði gerður lni- staður i mannlegu holdi, Guðs opinberun látin streyma um fullkomlega hreina mannlega sál, og endurlausnar- starfið unnið af fullkomlega sterkum persónuleika. III. Þetta var önnur hliðin á fyllingu tímans. En svo kom móttækileikinn fyrir boðskap og starfi Guðs-sonarins. Það er eitt af þessu marga undarlega í sög- unni, að móttækileikinn er oft ekki hjá þeim sama, sem liefir fengið framleiðsluhæfileikann. Ég hef oft heyrt sag't og séð á prenti, að undirbúningur Gyðingaþjóðarinnar hafi miðað að því, að þjóðin yrði fær um að veita Messíasi viðtöku. En ég held að þetta sé al-rangt. Sagan sýnir ein- mitt, að undirbúningurinn átti sér annað mark, þetta, sem ég hefi nú nefnt: Að Messias gæti fæðst með þjóð- inni. En ó hinn bóginn sýnir sagan, að af öllum þjóðum lieimsins var og er engin óhæfari til þess, fyr og síðar, að veita honum og boðskap lians viðtöku. Gyðingarnir þrátt- uðu við hann. Fræðimennirnir reyndu að andmæla hon- um. Höfðingjarnir útskúfuðu honum, og framtíð kristn- innar varð engin þar í landi. Honum fylgdi aðeins sá lith liópur, sem þurfti til þess að bera boðin um hann út til annara. Þar, utan Gyðingalands, var akurinn mikli, og þar var fylling tímans komin til Jiess að taka á móti hinni mikhi gjöf, og gera steininn, sem byggingameistarar Gyðinga höfðu hurt snarað, að hyrningarsteini.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.