Kirkjuritið - 01.05.1939, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.05.1939, Blaðsíða 27
Kirkjuritið. Fylling tímans. 201 Ég vil nefna hér aðeins eitt eða tvö dæmi, er sýna þessa fylling tímans. Á næstu öldunum fvrir komu Jesú Ivrists, hafði skap- ast hin mesta menningarlega og stjórnarfarslega heild, sem fornaldarsagan þekkir. Grísk tunga hafði náð svo miklum tökum, að sá, sem hana kunni, gal í rauninni ferðast um öll lönd. Þó að menn notuðu ýmisleg tungu- niál heima fyrir, þá kunnu menn, að minnsta kosti í bæj- unum, grískuna jafnhliða, og ólust upp við liana. Jafnvel heima í Gyðingalandi, sem einangraði sig þó mest allra, var gríska á hvers manns tungu jafnhliða heimamálinu, að minsta kosti utan sjálfrar Júdeu. Postularnir voru ekki valdir úr lærðra manna hóp, en allir sýnast þeir hafa talað grísku. Jesús og Pílatus tala saman án þess að þurfa túlk. Filippus talar við rnann, sem er kominn jafnlangt uð eins og hirðmaðurinn frá Abessiníu. Þetta var vitan- lega eitthvert stórkostlegasta skilyrði hins umfangsmikla °g skjóta trúboðs. Stjórnarfarslega heildin var vitanlega ekki minna virði. Hvert sem farið var, teygði eitt og sama veldið sína miklu aema. Það er ólikt eða að þurfa að fara úr einu ríki í ann- uð, ríki, sem ef til vill liggja í ófriði og deilum. Friður og uokkurn veginn öryggi ríkti á sjó og landi. Og þá var menningarheildin ef til vill ekki sízt mikils- vb’ði. í stað þess að þurfa sifelt að samþýða boðskapinn uýrri og nýrri menningu, kynnast sífelt nýjum og nýjum stefnum, nýjum bókmentum, nýjum þjóðfélagsvandamál- Um> nýjum stéttaskipunum o. s. frv., þá var hér, eftir því, sem unt er, samræmi komið á, hvert sem komið var. IV. En ekki var fylling tímans sizt í því fólgin, hvernig hin- llln andlega hag var komið í veröldinni. Gönilu trúarbrögðin voru orðin að hreinum steingerv- 'ngum. Guðunum voru færðar fórnir og öllu þessu kerfi Var viðhaldið af þvi, að Rómverjar voru íhaldsamir, og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.