Kirkjuritið - 01.05.1939, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.05.1939, Blaðsíða 32
20(5 Magnús .Tónsspn: Maí. Það væri meira en lítill barnaskapur að lála sér delta í liug, að maðurinn sé á hverju augnabliki herra yfir sjálí'- um sér, og því, sem með Iionum gerist. Nei, bann er ákaf- lega fjarri því. Venjur lians og lifnaðarhættir, dygðir lians og gallar mynda fastan og ákveðinn straum, sem hann getur að vísu baft áhrif á, en ræður ekki yfir. Einstaka stórviðburðir geta að vísu valdið miklum byltingum, en ef þær koma ekki í fylling tímans, ]iá er mjög liætt við, að alt sæki í svipað horf, rétt eins og úti í stórheiminuni. En þegar fylling tímans er komin, þá verður breytingin bæði í ])ví smærra og stærra, bæði til ills og góðs. Eftir margar atrennur, ef til vill meira og minna óafvitandi, er að skapast sú samstæða í huganum, sem gerir jafnvel litla hræringu nóga til þess að valda stefnuhvörfum. VIII. „I fyllingu tímans sendi Guð son sinn“, segir Páll. Hann á hér við heiminn. En jafnvíst er liitt, að hann getur einnig átt við hvern einstakan mann. Einnig þar kennir Guðs-sonurinn í fylling tímans, sendur af himni. Það er að vísu mjög misjafnt, sem menn reyna í þessu efni. En ekki vantar dæmin, er sýna þetta. Fyrsta dæmið er hann sjálfur, sem þessi orð sag'ði, Páll postuli. Hann hefir sagt um það óviðjafnanleg orð. Hann segir í þessu sama bréfn „Þegar Guði, sem bafði úlvalið mig frá móðurlifi og ai náð sinni kallað, þólmaðaðist að opinbera son sinn i niér. Þarna kom þá fylling tímans til hans, honum sjálfum óafvitandi. Eða þetta: „Guð, sem sagði: Ljós skal skína fram úr myrkri! liann lét það skína i hjörtu vor, lil þess að birtu legði af þekkingu vorri á dýrð Guðs, eins og hun kom í ljós i ásjónu Jesú Krists“. Eins og Guð hrópaði „verði ljós!“ og fyrstu geislunum brá yfir bið mikla.ut- baf alauðnarinnar, þegar sú fylling tímans var komin, að heimurinn yrði til, eins skyndilega og óvænt leiftraði Ijos- ið frá ásjónu Jesú Krists i hjarta Páls, þegar fylling þeSS líma var komin.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.