Kirkjuritið - 01.05.1939, Síða 37

Kirkjuritið - 01.05.1939, Síða 37
Kirkjuritið. Þingvallakirkja árið 2000. 211 gjöf til kirkjunnar ot? þar að auki öðru liðsinni. Minningargtjafir eru og í undirbúningi. Jónas Thorstensen frá Þingvöllum, skrifstofumaður hjá Sláturfé- lagi Suðurlands, er féhirðir þessa sjóðs og veitir móttöku framlög- um til kirkjunnar. Gefur hann upplýsingar um málið þeim er óska. Nálega eina mótbáran, sem vér höfum heyrt gegn þessari hug- mynd er sú, að tíminn sé ætlaður of langur, þar til kirkjan yrði fullger. Hinar ágætu undirtektir manna benda einnig til að svo sé, og að hægt muni að koma verkinu í framkvæmd á miklu skemri tíma. En það sjónarmið verðum vér að hafa hugfast, að það er ekki venjuleg falleg sveitakirkja, sem vér ætlum að reisa á Þingvöllum, heldur fagurt musteri, sem á að standa þar Guði til dvrðar, meðan saga vor og menning varir. En til þess að svo megi verða þarf að yfirvinna tvö vandamál. Hið fyrra er að safna fjár- ins, hið síðara er að leysa verkið sjálft af hendi, sem frá mínu sjónarmiði er miklu vandasamara. En það verkefni. verður að koma til úrlausna fyrir listamenn þjóðarinnar og verklega snill- 'nga. Þess skal þó getið, að húsameistari ríkisins, prófessor Guðjón Samúelsson, hefir tjáð þeim er þetta ritar, að hann telji grjótið í Þingvallahrauni kjörið efni í bygginguna að utan. Ætti hún því að geta orðið í fullkomnu samræmi við umhverfið. En það er sérstaklega mikilsvert atriði. Hraungrjótið þarna er hi.nn fegursti byg'gingarsteinn. Hugmynd um nýja kirkju á Þingvöllum er ekki ný. Undirbún- ingsnefnd Alþingishátíðarinnar mun fyrst hafa borið fram til- ■öííu um, að þar yrði vegleg kirkja reist fyrir 1930. Þá var kirkju- máli Þingvalla hreyft á ki.rkjuþingi fyrir tveimur árum, og bar séra Gísli Skúlason á Stórahrauni fram tillögu í þá átt. Á síðast- liðnu hausti samdi Þingvallanefnd álitsgjörð um það, er gera þyríli í náinni framtíð á Þingvöllum. Eitt af því var kirkjubygging. Á síðastliðnum vetri gaf Eyvindur Árnason kr. 1000,00 til kirkju- byggingar á Þingvöllum. í þeirri uppástungu, sem hér að framan getur, er málið hugsað nokkuru stærra en áður hefir verið gert, en því léttara mun reynast um framkvæmdina sem kirkjan á dýrð- legri að vera. Þingvöllur er þjóðinni hjartfólgnastur allra staða á landinu. Vér getum lítið vitað um sögu vora án þess að hafa heilaga jörð hans fyrir augum. Þess vegna 'er hann vafinn purpuraljóma og belgidýrð jafnt í vitund þeirra, sem aldrei hafa þar stigið fæti niður. Þingvallakirkjan, sem vér viljum reisa, á að verða helguð allri þjóð vorri austan hafs og vestan, og eitt af mörgum framaverkum hennar á þessari öld. Jón Magnússoil,

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.