Kirkjuritið - 01.06.1940, Page 3

Kirkjuritið - 01.06.1940, Page 3
Kirkjuritið. Páskamorgunn 1940 eftir Margréti Jónsdóttur. Mildur morgungeisli mig af blundi vekur. Eftir myrka óttu aftur birta tekur. Páskaklukkur kalla í kyrrum árdags Ijóma, yfir landið láta lofgjörð dagsins hljóma. Hví mun himins sunna hyljast döprum skýjum, harmur huga fylla á hclgidegi nýjum, mætur morgunroði minna á sár og dreyra? Hví má sífelt sárar sorgarstunur heyra? Hart er nú í heimi, Heljarvaldið ræður. Visnar falla vonir, vegast frændur, bræður. Loft er lævi blandið, lífsins brotinn styrkur. Yfir ÖIlu grúfir ógn og dauðans myrkur. Höfuð mitt ég hneigi, himins sonur góði, leita líknar þinnar, lofa þig í hljóði. Döprum, dæmdum heimi dýrð þín megi skína, sýna særðum þjóðum sigurhátíð þína. Kisinn páskaröðull roðar fjallatinda, boðar betri tíma, bót við meini synda. Dreifast dökkir skuggar, dauðans kalda mistur. Óttast skulum eigi, upprisinn er Kristur. Þó að heimsins hallir hrynji, að engu verði, hverfi heilar þjóðir, hnigi fyrir sverði, þó að grimd og græðgi geysist löndin yfir, óttast skulum eigi, ennþá Drottinn lifir. Lát ei ljós þitt slokna, líkamann þótt deyði heimskir, hrokafullir harðstjórar og eyði gæfu og mörgum gróðri, geta þeir samt eigi sálargöfgi grandað, Guð minn, þótt ég deyi. Mun að leiðarlokum ljósið sigur vinna. Djarfir draumar rætast dýrstu vona þinna. Harðúð, hjartakuldi, hroki, úlfúð víkja fyrir kærleiks krafti konungs ljóssins ríkja. Lyft mér upp til ljóssins langt frá jarðarhúmi. Lát mig útsýn öðlast ofar tíma, rúmi. Svo þótt afl hins illa ógni sálu minni, að ég aldrei gleymi, eilífð, birtu þinni.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.