Kirkjuritið - 01.06.1940, Side 5

Kirkjuritið - 01.06.1940, Side 5
KirkjuritiS. Við orf og altari. 203 ágúsl — og jeg er strax farinn að kvíða liinni ljóslausu glóru nóyemberdagsins! Ef til vill er það óþarfi. Ef lil vill verður 10. nóvember unaðslegur dagur með breinviðri og heiðríkju og silfraðri jörðinni, blikandi í smágerðri dýrð hrimsins gegn ægitign geimsins. Hversu fögur eru ekki kvöld slíkra daga, þegar biminn og jörð brjótast úr greip- um skammdegisörlaganna, jörðin sviftir af sér nálijúpi haustþokunnar og vefur sig í töfraslæðu lirímsins, brosir gegn lýsandi liátign himintunglanna, og þau skoða mynd sína i brimglitinu? Þá göngum við út og gleymum því, að það er haust, skammdegi. Ivyrðin er djúp, dýpri fyrir þungan öldunið- inn, sem berst utan úr víkum og vogum, vakinn af fjar- lægum stormi eða eftirköst ofsans, sem geysaði í fyrradag. eða beygur við næstu hrynu. Það er eittbvað ógnum fylt við sjávarnið í nóvember, mannsbarnið, dýrið, sem lagði undir sig sjóinn, titrar, höfuðskepnan er þrátt fyrir alt levndardómsfull og ægileg, blind og hamslaus. Þessi þungi, djúpi niður, sem hefir úthafið að baki sér! Án hans mynd- um við ekki muna eftir því á svona kvöldi, að við erum umflotin ógnum í ríki náttúrunnar. Þessi djúpi, sogandi niður! Drengurinn, sem nú er að verða fullorðinn, befir þennan nið, sjávarhljóðið við Meðallandssand, í eyrunum og losnar aldrei við hann. Atlantshafið! Hvenær sem var gat það safnað í eitt sínum heljarkröflum — nei, þess þurfti ekki, því var nóg að rétta út litla fingurinn á trölls- lirammi sínum og afmá alla sveitina, þessa lágu lok- sandsflatneskju sunnan undir fjöllunum og hraununum. Þýðingarlaus atburður i jarðsögunni, jarðfræðingarnir myndu ekki einu sinni geta séð það i framtíðinni, þcir yrðu að lesa um það og gætu líklega gert það, því að mað- urinn, — sem er mælikvarði alls, eins og Protagoras gamli sagði, — myndi telja jjetta til atburða og færa í annála — það fórust enda menn og skepnur. Atlantsbafið annars- vegar og Katla, Laki binsvegar! Var það undarlegt, þó að maður gæti stundum legið vakandi í nóvembermyrkr-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.