Kirkjuritið - 01.06.1940, Page 7

Kirkjuritið - 01.06.1940, Page 7
Kirkjuritið. Við orf og altari. 205 lætur hana skynja liið yfirjarðneska, sín eigin lieimkynni. Svona er það á lieiðu nóvemberkvöldi, þegar himinn og jörð brjótast úr viðjum skammdegisörlaganna og skrvðast guðlegu skarti. Svona er það, þegar þú gengur upp á Öskju- hlíð eða inn með sjó og fegurðin opnar faðm sinn og gef- ur nokkur eilíf augnablik. Og svona getur maður sigrast á haustkvíða júníbarnsins, já, jafnvel sigrast á ömurleik sjálfs myrkurmánaðar, enda þótt úrig og sldmulaus skammdegisþokan grúfi yfir fjöllum og fjörðum, klettum og kofum eins og þvalur brammur úr Niflheimum. Þrátt fyrir alt, það er eiltlivað til, sem ömurleiki grás hversdags- ins og feikn liinnar kosmisku blindni komast ekki að. Það er eitlhvað inni í okkur, sem ekki á skylt við neitt af þessu, ekki skylt við neitt jarðneskt. En fegurðin — ekki bundin við hlutina, heldur fegurðin sem slík, fegurðin í sjálfri sér, — svo að Platon sé ívitnaður, — hún finnur sjálfa sig í okkar sál, og við skynjum lúð fagra. Og svo spyr ég i framhaldi af þessu, spyr, áður en ég missi alveg tökin á þessu og á þér, vinur sæll: Hvaðan kemur inn- blásturinn, livaðan fær t. d. Beethoven tignina, hið liimn- eska i þá fegurð-mettuðu sköpun, sem felst i einhverju „opus“ með einhverju námeri? Það er eitthvað ójarðneskt við tónana í meðferð Beethovens, eitthvað himneskt í jarðneskum fjötrum. Og þeir eru skynjun sálar, sem fann sig fjötraða við sér óskvldan heim, túlkun á söknuði henn- ar og þrá eftir hinu tíðlausa, eilífa og óumbreytanlega. Fegurð sumarsins, töfrar nóvemberkvöldsins, Sonata ap- passionata, þetta eru alt geislabrot úr dýrðinni ofan við jörðina og utan við tímann, vísbending um það, hvert vér eigum að stefna, því að það er boðskapur um það, hví- líkur sá heimur er, sem hefir slika geislan, baðar i slíkri tlýrð. Og ef þú ert heill og hljóður gagnvart þessu, j)á skynjar þú þessa visbendingu, játar þessum boðskap. Feldur em eg við foldu, frosinn og má ei losast; andi Guðs á mig andi —---------------

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.