Kirkjuritið - 01.06.1940, Qupperneq 13

Kirkjuritið - 01.06.1940, Qupperneq 13
Klrkjuritið. Við orf og aliari. 211 iri'n varð lifantli, heimspekin að guðfræði, orðlistin ódauð- leg, það var frammi fyrir Lykabettds-tindinum, með Pindos og Parnassos í baksýn, sem Feidias meitlaði, Platon mælti goðmálum og Sofokles kvað. Því þar voru menn nógu óraunsæir til þess að „liorfa á bið ósýnilega“, og ]tað var þar, sem menn voru nógu barnslegir til þess að undr- ast, spyrja með lotningu, jafnvel að því, sem enginn getur vitað, og þar var ])að, sem sá var mestur, sem vissi að hann vissi ekki neitt, var ekki neitt. Því sá, sem vissi, að liann var ekki neitt, liann hafði gengið til lilýðni við boð- orð ljósgoðsins í Delfoi: Gnóþi sauton, þektu sjálfan þig. Þessi frægu orð eru oftast nær misskilin. Menn lialda, að þau eigi við sjálfskönnun og sjálfsíhugun, að bætti t. d. sumra dulspekinga. Þella er ekki rjett. Það sem binn del- fiski Appollon álti við var þetta: Minstu þess, að þú ert maður — ekkert meira. Mundu eftir þvi, að þér eru tak- mörk sett, það er ýmislegt til fyrir ofan þig, sem þú ekki þekkir, öfl, sem skapa þér örlög, rtiáttur, sem markar þér braut. Þú erl maður, ekkert meira, en lieldur ekkert minna! Vittu þetta — þektu sjálfan þig! Þetta er undiraldan í grískri lífsskoðun. Hófsemin sofrosyne, meginhugtakið í lífsafstöðu þeirra, þessarar djörfu þjóðar. Þessvegna var þeim óskiljanlegt, já, glæp- samlegt, hvernig Austurlanda-konungarnir litu á sjálfa sig sem guði, og létu dýrka sig samkvæmt því. í sam- ræmi við þetta er sögutúlkun þeirra Herodotoss og Aisky- loss, þegar þeir, sagnfræðingurinn og skáldið, fara að skýra, hvernig á því stóð, að stórkonungurinn í Persíu, skyldi fara ófarir slíkar, sem raun varð á, fyrir smárikj- unum i Hellas. Hann hafði gert sig sekan í því, að vita ekki takmörk sín eða að ætla.sér að seilast út fyrir þau, hann liafði ofmetnast, gerl sig sekan um hybris. En ekki meira um þetta núna. Hill kannast allir við, að uti í löndum eru risnir upp þjóðhöfðingjar, sem gera eins miklar kröfur til dýrkunar, og þó meiri, en Dareios og

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.