Kirkjuritið - 01.06.1940, Page 23

Kirkjuritið - 01.06.1940, Page 23
Kirkjuritið. Endurskoðun sálmabókarinnar. 221 og ræði það jafnvel á víðara grundvelli en þessi tilmæli kirkjuráðs gefa iilefni til. Það er liverjum manni eðlilegast að ræða mál frá sínu eigin sjónarmiði, eins og það horfir við frá bæjardyrum lians sjálfs. Ég mun því lýsa viðhorfi mínu til þessa máls, til þess að önnur sjónarmið komi fram. Höfuðsjónarmið mitt gagnvart öllum breytingum i kirkjumálum er hið sama sem séra Matlhías hefir i „Nýj- árshvöt“ sinni orðað svo: „Ef þú brýtur gamlan garð gerðu fult liið nýja skarð“. Þetta sjónarmið felnr ekki í sér andúð gegn breytingum, heldur liitt, að ekki sé unnið liið auðvelda verk, að kasta fyrir borð eða rífa niður, nema örðugra verkið sé unnið jafnframt, að fylla skarðið svo, að betur sé en áður. í þessu efni kemur því ekki það eitt lil greina, hvort meira eða minna í sálmabók vorri sé miður fullkomið, heldur og hitt, hvort til sé annað betra að setja í staðinn. Þegar um þelta er að ræða, verða vitanlega fyrst l'yrir oss hin mörgu sígildu vers í Passíusálmunum,1) sem ekki eru í sálmabókinni.-) Ýmsir sakna þar sígildra erinda úr Ps., sem voru i sb. frá 1871. Hefir nefndin, frá 1878, ekki talið nauðsyn að taka meira úr Ps., með því að þá voru þeir sungnir á bverju heimili. Þeirri ástæðu er ekki til að dreifa nú. En með föstu- lestrunum liverfa sálmar Hallgríms mjög úr meðvitund almennings, ef þeim er ckki meira rúm gefið í sb. en nú er. Þetta vrði tvöfalt tap. 1 fyrsta lagi af því, að enn hefir ekki annað íslenzkt sálmaskáld komist lil jafns við Hallgrím, að trúarinnileik og trúarþrótti, né að raunhæfri þekkingu á mannlífinu, skáldlegu andríki og luigmyndagnólt. ') Hér ei'tir skannnstafað Ps. -) Hér eftir skammstafað sb.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.