Kirkjuritið - 01.06.1940, Page 27

Kirkjuritið - 01.06.1940, Page 27
Kirkjuritið. Endurskoðun sálniabókarinnar. 225 Deus noster refugium, er Lúter orkti út af sinn þróttmesta sálm. Ur 4. kafla sömu ljóða mætti og velja vers í annan tæki- færissálm, er gæti endað á þessa leið: Bind þú, dauði; Drottinn leysir, Drottinn græðir lífsins sár; feldu dauði; Drottinn reisir, Drottinn þerrar lífsins tár. Frani til þroska, frelsuð þjóð! Fram i nýjum hetjumóð! Þannig má ná gullfögrum versum og sálmum úr ýmsum tækifærisljóðum skáldsins, er mundu víða geta fylt skörð. Huggunarljóð lians eru ekki tóm sorgarvein, heldur mætti nota valin vers úr þeim sem hreysti- og lofsöngs- ljóð i hverri haráttu lífsins. Úr einu minningarljóðinu má t. ci. ia jólasálm. Og i sunium þeirra varpar hann sér ekki aðeins með blæðandi örvona lijarta beint að fótum drottins síns og lausnara,1) heldur rís hann þaðan upp aftur sem „hjarg á móti hár- um“, er býður hverju meini og mannlífskvöl birginn. Áður liefi ég á það minst í opinberu erindi, hve á skortir allvíða í sáhmmum um kristilegt hugarfar og líferni i sh., að þar sé sunginn óður hinna „actívu“ dygða, karlmensku, starfsdugs og dáðrekkis, til jafns við viðlagið „þreyja og deyja“, er oft hefir hér kveðið við, liæði í veraldlegum og andlegum kveðskap vorum. ') Sbr. þessi vers: „Ég hneigi mitt blóðuga hjarta, ég hefi ekki sköpuð ráð: Greiddu sortann þann svarta og sendu mér fróun og náð! Ég fleygi mér þér að fótum, ó, frelsari og drottinn minn, þá bætist alt böl, þeim sem grætur við blessaðan faðminn þinn“.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.