Kirkjuritið - 01.06.1940, Page 34

Kirkjuritið - 01.06.1940, Page 34
232 Þorsteinn Bíiem: Júni. AÍS því er til séra V. Br. tekur, koma þýðingar lians1) og guðspjallasálmar fyrsl til athugunar. ’) Sém þýðanda ætla ég ekki að V. Br. hafi allsstaðar liezt lekist við þá sálma, sem mest eru notaðir, t. d. nýtur 'hugsun frumhöfundar sín ekki fyllilega í niðurlagi 1. erindis sálmsins „Ó, hversu sæll er hópur sá“, sem mjög oft er sunginn. Meðal hezt þýddu sálma séra V. má telja þrjá eftir Casper Jóhánhes Boye, morgunsálminn „Natten söger træt sit Hjem“, 514 í sb., hvítasunnusálminn „Helligaand, hin Priis udsjunger“, 239 í sb., og haustsálminn, „Dypt hælder Aaret i dets Gang“, eða „Nú hráðum vetrar byrja él“, sem er svo íslenzkaður, að fáum mun í hug koma, að hann sé frumorktur með gjörólika náttúru og veðurfar fyrir augum. Sama er og um sænska vorsálminn „Den blomstertid nu kom- mer“, 494 í sb„ eftir I. Kolmódin. Hinsvegar hefir V. Br. ekki íslenzkað aðra Wallinssálma en „Vaker upp“! en stámma bjuder,“ sem er að nokkuru eftir F. G. Klopstock og bergmál frá Philip Nicolaj. Vekur það furðu, með því að þar kennir skyldleika um stíl, þó að trúarblær sé að nokk- uru annar, en einmitt vegna þess skyldleika mun V.Br. mest met- inn erlendis meðal sunira sænskra sálmafræðinga, þegar frá er tal- inn hinn ágæti þýðandi J. Dahl prófastur í Færeyjum, er nijög ann sálnium Valdemars. Latneska sálma hefir V. Br. því miður fáa þýtt, nema jólasálminn Puer natus in Betlehem, og morgunsáhn- inn Christe, qui lux es et dies, 532 i sb. En af frumorktum sálmi hans, „Hinn saklausi talinn er sekur“ má ráða, að hann hafi til- einkað sér anda þeirra og stíl og verið þeim gagnkunnugur. Umorktir gamlir sálmar eru taldir meðal þýddra sálma í sh, (og sumstaðar, meðal frumorktra sálma i heildarútgáfu M. J.), jafnvel þó að íslenzkir séu. Er það bagaleg ónákvæmni, og ætti að geta frumhöfundar. Svo er m. a. um versin „Ef fund þú girnist frelsarans“, 407 í sb., sem er í registri talin þýðing. Enginn syng- ur frumversið „Girnist þú komu græðarans“ eftir séra Sigurð Jónsson, og hefir V. Br. gert það sönghæft. Þó hefir þar ekki að öllu' náðst sá barnslegi einfaldleiki, er skín svo lilýlega i gegn um úreltan búning Presthólaskáldsins. Er jafnan vandfarið með gamlan góðmálm í umsteypu, og hefir jafnvel Matth. J. ekki al- staðar tekist. Hinsvegar hefir V. Br. orkt nýjan allraheilagra- messusálm, „Sælir þeir, er sárt til finna“, í stað hins eldra út af sama efni, („Upp á fjallið Jesús vendi“), og munu allir una þeim umskiftum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.