Kirkjuritið - 01.06.1940, Page 41

Kirkjuritið - 01.06.1940, Page 41
Kirkjuritið. Innlendar fréttir. Embættispróf í guðfræði tóku í lok fyrra mánaðar Árelíus Nielsson frá FirSi í Múlasókn og Stefán V. Snævarr frá Neskaupstað. Báðir hlutu I. einkunn, Árelíus 125% st. og Stefán 105 st. Prestsvígsla. Sunnudaginn 9. þ. m. vígði biskup landsins prestvígslu þá guðfræðikandidatana Árelíus Níelsson og Björn Björnsson. Þeir eru báðir settir prestar, Árelius í Hálsprestakalli í Suður-Þing- eyjarprófastsdæmi, en Björn í Viðvíkurprestakalli í Skagafjarð- arprófastsdæmi. Almennum kirkjufundi frestað. Vegna J)ess ástands, sem nú ríkir, hefir undirbúningsnefndin ákveðið að fresta fundinum um óákveðinn tíma. Var það samróma álit nefndarinnar og þeirra yfirleitt, sem hún átti tal við um fundarhöldin. Aðrir fundir, sem auglýstir voru í síðasta hefti Kirkjuritsins, munu verða haldnir. Gjöf til guðfræðisdeildar. Ásgeir Bjarnþórsson listmálari hefir gefið guðfræðisdeild Há- skólans stóra mynd af Haraldi prófessor Níelssyni. Hann hefir sjálfur málað myndina, og er hún mjög lík og prýðisvel gerð. Prestskosning. Séra Helgi Sveinsson liefir verið kosinn prestur i Arnarbælis- prestakalli og hlotið veitingu fyrir því frá fardögum. Magnús Már Lárusson stud. theol hefir verið settur til læss að annast nokkura prestsþjónustu nú i sumar i StaðarhólsJjingum í Dalaprófastsdæmi. Dómkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík hefir samþykt að taka við Dómkirkjunni til eignar og umráða samkvæmt nýju lögunum um J>að frá AlJjingi,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.