Kirkjuritið - 01.12.1948, Page 5

Kirkjuritið - 01.12.1948, Page 5
Nóttin helga. Nú lykur sem hjúpur um huga minn helgiljómi og friður þinn. Þó úti sé hávetrar helmyrkur svart, í híbýlum manna var aldrei jafn bjart, og aldrei jafn bjart yfir anda mínum eins og í minninga-fögnuði þínum. Helgisöguna heyrum vér enn. Hátíðaljóð syngja kristnir menn. Heimilin öll eru hreinsuð og prýdd. Hátíðafötunum börnin skrýdd. Og allir hverfa frá önnum dagsins yfir í samstilling hátíðabragsins. Fylgja dulin en máttug mögn minningagleði og helgisögn. Kynslóðir horfnar þann alda-arf eptir hér létu við daganna hvarf. Sú ættanna huggun og fagnaðar-fylgja fellur oss yfir sem heilög bylgja. Hátíð er minninga heilög stund, hjartanu dýrmæt á alla lund, djúptæk og himnesk hrifning þá ber hugann sem alda á faldi sér. Nóttin helga, þín heilaga stjarna, hún er enn leiðarblys jarðarbarna. Sigurður Jónsson frá Amarvatni.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.