Kirkjuritið - 01.12.1948, Blaðsíða 78

Kirkjuritið - 01.12.1948, Blaðsíða 78
328 KIRKJURITIÐ allt, sem gera skyldi, var vandlega yfirvegað. Sambænin var sterkur þáttur í starfi ráðsins. Það var óbilandi trú þessara manna, að undir handleiðslu Guðs gætu þeir komið miklu til Vegar og staðizt hverja raun. Það átti líka eftir að sýna sig, að full þörf var fyrir þrek og andlegt jafn- vægi. Deildafundir Prestafélags íslands. Aðalfundur Prestafélags Austurlands. Dagana 5. og 6. sept. þ. á. var aðalfundur Prestafélags Austurlands haldinn að Hallormsstað, að afloknum héraðsfund- um beggja Múlaprófastsdæma. Fundinn sátu 8 prestar, og auk þess 7 safnaðarfulltrúar, sem var boðið að taka þátt í umræðunum um aðaldagskrármál fund- arins, en það var: „Getur öruggt og almennt siðgæði þróazt án trúar?“ — Málshef jandi séra Pétur Magnússon. — Allmiklar umræður urðu um málið. Næst var tekið til umræðu: „Fundarsköp á prestafundum,“ flm. sá sami. — Um það urðu einnig talsverðar umræður. í lok fundarins vakti séra Sigmar Torfason máls á þeirri hreyfingu, sem vöknuð er út af væntanlegri endurreisn Skál- holtsstaðar. Eftir nokkrar umræður um málið samþ. fundur- inn svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur Prestafélags Austurlands skorar á hlutaðeig- andi stjórnarvöld að hraða endurreisn Skálholtsstaðar svo sem mest má verða. Leggur fundurinn sérstaka áherzlu á það, að framkvæmd endurreisnarinnar verði hagað í samræmi við hinar sögulegu minningar og helgi staðarins, og að kirkjuleg endurreisn sitji fyrir öðrum framkvæmdum." Síðari fundardaginn flutti séra Pétur Magnússon erindi, sem hann nefndi: „Á að rísa gegn meingjörðamanninum?“ í sambandi við fundinn var messað í 6 kirkjum í prófasts- dæmunum auk Hallormsstaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.