Kirkjuritið - 01.12.1948, Side 78

Kirkjuritið - 01.12.1948, Side 78
328 KIRKJURITIÐ allt, sem gera skyldi, var vandlega yfirvegað. Sambænin var sterkur þáttur í starfi ráðsins. Það var óbilandi trú þessara manna, að undir handleiðslu Guðs gætu þeir komið miklu til Vegar og staðizt hverja raun. Það átti líka eftir að sýna sig, að full þörf var fyrir þrek og andlegt jafn- vægi. Deildafundir Prestafélags íslands. Aðalfundur Prestafélags Austurlands. Dagana 5. og 6. sept. þ. á. var aðalfundur Prestafélags Austurlands haldinn að Hallormsstað, að afloknum héraðsfund- um beggja Múlaprófastsdæma. Fundinn sátu 8 prestar, og auk þess 7 safnaðarfulltrúar, sem var boðið að taka þátt í umræðunum um aðaldagskrármál fund- arins, en það var: „Getur öruggt og almennt siðgæði þróazt án trúar?“ — Málshef jandi séra Pétur Magnússon. — Allmiklar umræður urðu um málið. Næst var tekið til umræðu: „Fundarsköp á prestafundum,“ flm. sá sami. — Um það urðu einnig talsverðar umræður. í lok fundarins vakti séra Sigmar Torfason máls á þeirri hreyfingu, sem vöknuð er út af væntanlegri endurreisn Skál- holtsstaðar. Eftir nokkrar umræður um málið samþ. fundur- inn svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur Prestafélags Austurlands skorar á hlutaðeig- andi stjórnarvöld að hraða endurreisn Skálholtsstaðar svo sem mest má verða. Leggur fundurinn sérstaka áherzlu á það, að framkvæmd endurreisnarinnar verði hagað í samræmi við hinar sögulegu minningar og helgi staðarins, og að kirkjuleg endurreisn sitji fyrir öðrum framkvæmdum." Síðari fundardaginn flutti séra Pétur Magnússon erindi, sem hann nefndi: „Á að rísa gegn meingjörðamanninum?“ í sambandi við fundinn var messað í 6 kirkjum í prófasts- dæmunum auk Hallormsstaðar.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.