Kirkjuritið - 01.12.1948, Síða 24

Kirkjuritið - 01.12.1948, Síða 24
274 KIRKJURITIÐ Geir. „Það er eins og þetta hafi verið í gær. Mér finnst hinn snjalli rómur séra Helga hljóma enn í eyrum mér.‘; Geir Zoéga átti margar ferðir í kirkjugarðinn eftir þessa vígslustund, því að hann fylgdi mörgum Reykvíkingum, er orpnir voru moldu í Víkurgarði. Það er mikils um vert að eiga ummæli þeirra, sem hafa verið heyrnar- og sjónarvottar að merkum atburð- um. Til er lýsing á vígslu kirkjunnar, prentuð lýsing í Þjóð- ólfi um jólaleytið 1848. 1 frásögu þessari er 100 ára gömul veðurfregn. Vígslu- daginn var logn og blíða, og kvöldið fyrir alstirndur him- inn og hrífandi fegurð. Tveir kunningjar voru staddir á Hólavelli aó kveldi 27. okt. 1848. Þótti þeim fagurt að horfa yfir bæinn ljós- um prýddan. Heyrðu þeir þá klukknahljóm, sem kom frá kirkjuturninum, er gnæfði þar í loft upp yfir öll hús önnur. Það var eins og kirkjan hefði beðið eftir því, að allar raddir dagsins skyldu þagna, og þá hefði hún sjálf tekið til að tala á sínu máli í kvöldkyrrðinni. Sá, er hlustaði, hugs- aði með sjálfum sér, að eins og klukknarödd kirkjunnar hljómaði út í bláinn, svo hljómaði rödd Drottins orða út í mannheiminn. Næsta dag var logn og blíða, sólin skein í heiði, og sjórinn var spegilfagur. Múgur og margmenni safnaðist að kirkjunni, bæði úr sókninni sjálfri og næstu sóknum, allir bekkir voru fullir og fjöldi stóð fyrir dyrum úti. Þegar allt var orðið með kyrrð, og stóð rétt á hádegi, kom biskup herra Helgi í kirkjuna, og bar hann í höndum sér hina heilögu Biblíu, með honum gekk forstöðumaður prestaskólans doctor Pétur Pétursson, og dómkirkjuprest- urinn, séra Ásmundur Jónsson; bar annar kaleikinn og diskinn, en annar skímarfatið. Þannig gengu þessir þrír menn með helgri lotningu, inn í hinn nýja kór, og fylgdi múgurinn, sem úti stóð, á eftir þeim inn á mitt kirkju- gólfið. Biskupinn tók þá við hinum helgu dómum, og setti á sinn stað, kaleikinn á altarið og fatið í fontinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.