Kirkjuritið - 01.12.1948, Page 51

Kirkjuritið - 01.12.1948, Page 51
KONUNGUR ÞINN KEMUR 301 þjóðarinnar miðast öll við það, hvort hún sér konunginn Krist koma til sín og hyllir hann í raun og sannleika. Þá skríða skuggar í felur, og birta skín framundan. Þá öðlumst við óbifandi trú á giftu Islands. Sú gifta hefir vissulega verið mikil á liðnum öldum, allt frá upphafi Islands byggðar. Þeir, sem fyrstir sigldu til stranda þess og settust hér að, vigðu landið trú sinni á Hvíta-Krist og þann, er sendi hann. Hingað leituðu þeir samfélags við hann í helgri kyrrð einverunnar og vildu engum öðrum konungi lúta. Feður okkar og mæður eignuðust landið með friðsam- legum hætti, en ekki ofbeldi, báli og brandi, eins og svo margar aðrar þjóðir hafa sölsað undir sig sín lönd. Því getum við sagt flestum öðrum fremur, að Guð hafi gefið okkur landið. Og hér er kristni lögtekin án allra blóðsúthellinga. Verða miklir ávextir hennar, svo að næsta öld á eftir hefir verið nefnd Friðaröldin. Bókmenntir hefjast., slíkar að þær bera af öðrum bókmenntum Norðurlanda og þótt víðar væri leitað. Þær eiga einnig sinn vígða þátt: Ljóð eins og Geisla, Harmsól, Líknarbraut, Sólarljóð, Lilju, Ljómur, Passíusálma og kvæði Matthíasar. Þegar neyðin gerist stærst, ljómar dagrenning. Guð sendir þjóðinni hvern leiðtogann á fætur öðrum: Eggert, Baldvin, Bjarna, Jónas og aðra Fjölnismenn, Jón Sig- urðsson. Þeir endurvekja trúna á giftu Islands. Þrátt fyrir allt, sem að hefir sorfið þjóðinni, er Island farsælda Frón. Reynslan sýnir það og sannar. Framfarir atvinnulífsins gerast svo miklar á fáum áratugum, að undrun sætir. Býli fríkka, gróðurlendur stækka, skrautbúin skip fljóta fyrir landi. Þjóðin tekur verzlun og siglingar í sínar hend- ur. Vonirnar rætast um kraftinn, sem vinnst úr skrúða fossanna. Iðngreinar hefjast hver af annari. Listir blómg- ast. Skólar rísa fleiri og fleiri, háskóli. Ný öld er runnin. Lýðveldi stofnað á ný. 20

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.