Kirkjuritið - 01.12.1948, Qupperneq 57

Kirkjuritið - 01.12.1948, Qupperneq 57
SAMEINING NORSKU KIRKJUNNAR 307 grípur inn í með sérstökum hætti, og þá kemur það ekkert málinu við, hvort atburðurinn er sennilegur eða ekki, miðað við vísindalega hugsun. 1 þessu er mikill sann- leikur. Til eru þeir atburðir, sem Guð lætur gerast, og engin mannleg tunga nær yfir, hvorki til að útskýra né afsanna. En ef þannig er tekið á frásögn Biblíunnar um hið yfirnáttúrlega og kraftaverkin í heild, leiðir það að lokum til þeirrar niðurstöðu, að sá einn geti í raun og veru trúað dásemdarverkum Krists, sem hafði öðlazt trú á hann fyrirfram af öðrum ástæðum. Þeir, sem nú á dögum trúa á vísindalega tækni verkfræðinganna, heyra ekki um svo ótrúlegar eða fjarstæðukenndar uppgötvanir, að þeir eigi ekki auðvelt með að leggja trúnað á þær. Þeir, sem trúa á Krist, þykir heldur ekkert ótrúlegt, sem hann gerir, hversu f jarstætt sem það kann að virðast lögmálum náttúrunnar. En af hverju hefir nútímamaðurinn tekið svo ákveðna trú á tæknina, nema af því að hann hefir séð undur og stór- merki, er hún hefir komið til leiðar? Guðspjöllin bera þess vitni, að þannig trúðu margir á Jesúm, af því að þeir sáu þau dásemdarverk, er hann gjörði. En kraftaverkin geta ekki leitt nútímamanninn til Krists, nema hann sann- færist um það fyrst, að þau hafi raunverulega gerzt. Það hlaut því ávallt að skipta miklu máli, að hinir yfir- náttúrlegu atburðir voru hlutlægur (objektivur) veru- leiki, en styddust ekki aðeins við sannfæringu þeirra, sem af öðrum orsökum höfðu verið trúaðir menn. En skoðanir manna á því, hvað geti gerzt og hvað ekki, fara auðvitað eftir því, hvemig þeir hugsa sér heiminn og lög- mál hans. Heimsskoðun manna var á þessum tíma mjög mótuð af tveim stefnum, er nefnast skynsemishyggja, (rationalismi) og efnishyggja (materialismi). Skynsemis- hyggjan tók ekkert gilt annað en rök skynseminnar, þ. e. a. s. hinnar vélrænu rökleiðslu, og viðurkenndi engin sannindi, sem ekki væri hægt að útskýra út yztu æsar eftir þeim leiðum. Frá sjónarmiði þeirra, sem mótast af þessari stefnu, er ekkert til, sem heitir innbláistur, eða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.