Kirkjuritið - 01.12.1948, Qupperneq 84

Kirkjuritið - 01.12.1948, Qupperneq 84
334 KntKJURITIÐ þess fundar að ákveða um fyrirkomulag minningarhátíðar Jóns Arasonar 1950. Að lokum ávarpaði vígslubiskup fundarmenn nokkrum orð- um, þakkaði þeim fundarsókn og samveru og sagði síðan fund- inum slitið. KIRKJAN. Ályktanir kirkjuþingsins í Amsterdam. I. Eining af GuSi gefin. 1. Guð hefir veitt söfnuði sínum í Jesú Kristi þá einingu, sem er hans verk en ekki komið til leiðar af sjálfum oss. Vér lofum hann og þökkum honum fyrir hið mikla starf hins heilaga anda, sem hefir leitt oss saman, svo að vér höfum komizt að raun um, að þrátt fyrir alla aðgreiningu erum vér eitt i Jesú Kristi. 2. Vér tökum til máls sem kristnir menn frá mörgum löndum og með margs konar erfðavenjur, fyrst og fremst til að þakka Guði fyrir gœzku hans. Vér komum frá kristnum kirkjum, sem lengi hafa misskilið, vanrækt og mistúlkað hverjar aðra, vér komum frá lönd- um, sem oft hafa átt í deilum, vér erum allir syndugir menn og vér erum erfingjar að syndum feðra vorra. Vér verðskuldum ekki þá blessun, sem Guð hefir veitt oss. 3. Hjálpræðisstarf Guðs hefir verið framkvæmt með því að kalla eina þjóð til að vera hans útvalda þjóð. Hinn gamli sáttmáli upp- fylltur með hinum nýja, er Jesús Kristur, son Guðs holdgaður, dó og reis upp frá dauðum, sté upp til himna og gaf sinn heilaga anda, svo að hann tæki sér bústað i líkama hans, kirkjunni. Það er sam- eiginlegur áhugi á þeirri kirkju, sem sameinar oss, og í þeim áhuga finnum vér einingu vora gagnvart Drottni hennar og leiðtoga. II. Hinn mikli ágreiningur. 4. Það er í Ijósi þessarar einingar, að vér getum horfzt í augu við hinn mikla ágreining, jafnframt þvi sem vér elskum hver annan í Kristi og framgöngum í trú á hann einan. Ágreiningurinn tekur á sig margs konar myndir og á sér djúpar rætur. Meðal annars er mikill munur á því, hvað það er, sem mest áherzlan er lögð á. Sumir eru kaþólskir og rétttrúaðir I þeirri merkingu, sem auðskilin er. Aðrir eru mótmælendur samkvæmt hinum miklu kirkjudeildum (eða játningum) siðbótarinnar; aðrir leggja mest upp úr söfnuðinum, ,,þeim, sem koma saman,“ og hugmyndinni um hina „frjálsu kirkju." Sumir eru alsannfærðir um að hið kaþólska og prótestantiska (eða evangeliska) viðhorf getur farið saman innan sömu kirkju. Samt sem áður viljum vér beina athygli manna sérstaklega að einu ágrein-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.