Jólasveinn - 24.12.1917, Blaðsíða 8

Jólasveinn - 24.12.1917, Blaðsíða 8
8 JÓLASVEINN. Hversu margir munu þeir vera, sem í kvöld hafa hrópað til himins um hjálp í neyðinni? Allan lagði saman í huganum alla þá peninga, sem hann hafði eytt árlega. Hversu mörgum nauð- stöddum hefði ég getað hjálpað, ef ég hefði varið þeim vel, í stað þess að sóa þeim eins og ég hefi gert, og fá svo ekki fyrir þá eins dags ánægju? »Já, ég hefi verið heimskingi — mesti heimskingi!« sagði hann svo hátt að -stúlkan vaknaði; liún lauk upp augunum og horfði alt í kringum sig. Hún hefir líklega haldið að hún væri i himninum. Bros lék um varir hennar, hún lagði aflur augun og hallaði sér ofur-rólega að brjósti lífgjafa síns. »Veslings barnið«, sagði Allan í hálfurn hljóðum. Hann var í svo undarlegu skapi. Það var eins og hann hefði fengið einhverja fágæta og dýrmæta jóla- gjöf. Ljósgula hárið, fína húðin, smáu eyrun og rauði munnurinn virtist alt benda á það, að barnið væri af göfugum ættum. Hitinn í herberginu hafði nú líka smámsaman framleitt roða á bleiku kinnunum. Hon- um varð litið á litlu handleggina; ermarnar liöfðu færst upp og komu þá í ljós margar blárauðar rákir. »Veslings barnið«, sagði hann aftur. »Nú heíir for- sjónin gefið mér nokkuð til að lifa fyrir. Það hefir ekki verið tilgangslaust, að þú varðst á vegi mínum þessa jólanótt. Áður fanst mér lífið svo tómlegt og dapurt, að ég vildi helzt verða af með það, — en nú veit ég hvað ég á að gera. Hann varp öndinni, eins og létt hefði verið af honum þungri byrðij og tók að búa út á legubekk rúm handa barninu. Hann lét kodda undir höfuðið á því og breiddi ofan á það mjúk og hlý föt. Hvað ætli Iiann Jóhann, þjónninn minn, segi á

x

Jólasveinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólasveinn
https://timarit.is/publication/458

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.