Jólasveinn - 24.12.1917, Blaðsíða 10

Jólasveinn - 24.12.1917, Blaðsíða 10
10 JÓLASVEINN. en það fór titringur um allan líkama þess, því að rödd föðurins var svo byrst og augu hans svo hörð. Þeir héldu síðan áfram um stund, faðirinn og drengurinn hans. Drengurinn leit undan, til þess að láta föðui' sinn ekki sjá tárin, er runnu niður eftir mögru vöngunum. Ýmsar illar hugsanir hreyfðu sér í brjósti föðurins. Hann reyndi að ganga þannig að hann reikaði ekki, en það tókst fremur illa, því að- hann var að vanda drukkinn og slagaði í hverju spori. Enn einu sinni fór barnið að gráta og veina; það gat ekki þagað lengur. Og tilraunirnar, sem það gerði til að láta sem minst bera á kveinstöfum sinum, gerðu fremur að auka á grát þess en hitt. »Brauð!« kallaði það. »Gefðu mér brauðbita, pabbi!« Hinn guðlausi faðir þreif barnið sitt í einhverju örvæntingaræði og — — — — —. Af öllum sárindum, sem maðurinn finnur til, eru þau vafalaust stærst og voðalegust, að eiga ekkert til þess að gefa börnum sínum að borða, þegar þau standa frammi fyrir oss og kveina biðjandi með tárin í augunum: »Ég er svo svangur, gef mér að borða!« En þó verða þessi sárindi enn þá miklu voða- legri og þungbærari, er samvizkan jafnframt ásakar oss um að hafa varið því, sem brúka hefði mátt til að seðja barnsmunnana, til að svala með einhverri syndartilhneigingu. Það gerir byrðina margfalt þyngri og getur leitt manninn í þá örvæntingu, er sviftir hann valdinu á sjálfum sér, svo að hann fremur glæpi, sem hjarta lians mundu annars vera andstyggilegir. Þannig tók þessi ógæfusami maður barnið sitt, íleygði því í einhverju örvæntingaræði eins langt og hann gat út á sjóinn og skundaði siðan leiðar sinnar. Fyrir alveg sérstaka handleiðslu Guðs var stórt

x

Jólasveinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólasveinn
https://timarit.is/publication/458

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.