Jólasveinn - 24.12.1917, Blaðsíða 16

Jólasveinn - 24.12.1917, Blaðsíða 16
16 JOLASVEINN. En þegar ég er búinn að hafa fataskifti, þá skal ég gera það«. — Síðan fóru þau bæði heim. Um kvöldið fór Marteinn gamli að ganga sér til skemtunar úti í garðinum sínum. Kom hann þá auga á eitthvað, sem honum sýndist vera fugl, efst uppi í eplatrénu. »Hvað er þetta? Fugl? Ugla? Þetta er víst einhver sjaldgæfur fugl. Ég held ég verði að reyna að skjóta hann. Kannske ég eigi nú eftir að verða frægur á gamals aldri fyrir að skjóta einhvern fá- séðan fugl«. Og hann laumaðist hægt heim að hús- inu, til þess að fæla ekki fuglinn burt, og kallaði til vinnumannsins: »Jón! Jón! Komdu fljótt með byss- una mína! t*að situr einhver einkennilegur fugl uppi í eplatrénu mínu; ég ætla að skjóta hann«. Jón kom með hlaðna byssuna og Marteinn lædd- ist með hana út í garðinn. »Þarna situr fuglinn enn þá. Það er eins og hann sé að bíða eftir skotinu«. Hann selti á sig gleraugun, miðaði byssunni á fuglinn og skaut, en fuglinn hreyfði sig ekki. »Hladdu byssuna aftur, Jón!« kallaði hann. Þá kom lítill drengur hlaupandi inn í garðinn og sagði: »Má ég ekki sækja fuglinn upp í tiéð?« »JÚ, gerðu svo vel, drengur minn. Ef þú kemur niður ineð hann, skal ég gefa þér eina krónu«. Karl litli fór upp í tréð og komst upp á efstu greinina og losaði drekann. »Láttu nú epli í alla vasa þína!«-hrópaði Marteinn. Karl gerði það. Svo kom hann niður með drek- ann og sýndi Marteini. En sá hlátur! Þeir hlógu allir: Marteinn, Karl og Jón. En Karl fór heim með drekann, krónuna og fulla vasana af eplum, og sagði fólkinu söguna af honum Marteini gainla, sem skaut á flugdrekann hennar Jensínu litlu. Útgefandi: Aðalbjörn Slefánsson.

x

Jólasveinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólasveinn
https://timarit.is/publication/458

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.