Jólasveinn - 24.12.1917, Blaðsíða 3

Jólasveinn - 24.12.1917, Blaðsíða 3
JÓLASVEINN. 3 og fyrir mig oft fæti brá mörg freisting, sem ei við ég sá, og niðdimm skall mig nóttin á, ég nöprum bjóst við deyð. Þá stjarnan skein og skini sló á skæra lífsins braut; ég barniö fann og freisting dó og frið í sál ég hlaut. Fátœklingurinn: Eg fátækt hef og raunir reynt, sú reynsla’ er næsta hörð; að berjasl æ við bölið leynt og bíða’, er tíminn líður seint, það þraut er meiri’ en get ég greint, það gerir dimt á jörð. En er ég stjörnu lífsins lít, ég líð ei framar nauð; í Betlehem ég huggun hlýt, þar himna vex mér brauð. * . * t*ú stjarna skær, er blikar blíð og bætir sorg og neyð, ó skín þú mér, er skelfir stríð, og sldn mér líka’ á gleðitíð, en skærast er um aftan síð mín augu bresta’ í deyð. Með ljósi þínu lýs þú mér að lífsins svalalind, — til frelsarans, sem fæddur er og fyrirgefur synd. Fr. Fr.

x

Jólasveinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólasveinn
https://timarit.is/publication/458

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.