Jólasveinn - 24.12.1917, Blaðsíða 12

Jólasveinn - 24.12.1917, Blaðsíða 12
12 JÓLASVEINN. inga og Fralcka hófst. Hann sótti nú um og fékk stöðu sem herlæknir við konunglega llotann og á- vann sér brátt ekki að eins hylli allra þeirra, sem hann kom nærri, heldur einnig álit sem óvenju- heppinn og skyldurækinn læknir. Svo bar til einn veðurgóðan dag, að herskip það, sem Jakob var á, fékk tekið smáskip eitt úr óvina- liðinu, og margir menn sárir voru fluttir þaðan yíir á skip Jakobs, til þess að hann gæti veitt þeim lijálp og hjúkrun. Meðal þeirra var aldraður maður, sem gat mælt á enska tungu. En svo var hann sár, að batavon var þar engin. Engu að síður beitti Jakob allri alúð við að hjúkra sem bezt þessum mann- aumingja, þótt hann sæi, hver endirinn hlyti að verða. Þegar þessi ókunni maður fann dauða sinn nálg- ast, bað hann lækriinn að dvelja hjá sér stundar- korn, þvi að hann langaði til að láta honum í té þakklæti sitt fyrir alúð lians og umhyggju fyrir sér. »Þér hafið«, mælli hann við lækninn, »auðsýnt mér svo mikið ástríki, að mig langar til að mega selja yður í hendur lil eignar eina dýrgripinn, sem ég á til í eigu minni«. Hann tók nú biblíu, sem lá á rúminu hjá honum, rétti lækninum hana og mælti: »Bók þessa gaf mér guðhrædd kona. Hún hefir lokið upp augum mínum fyrir eymd minni og synd, sem meiri er en flestra annara manna, en hún hefir líka opnað augu mín fyrir óumræðilegri miskunn Guðs og trúfesti og fyrir hans aðstoð frelsað míg frá syndum og löstum. Eg hefi í þessari bók fundið veg- inn til sáluhjálparinnar, fyrirgefningu syndanna fyrir verðskuldan Jesú Krists, frið og livíld hjarta mínu, sem áður hafði þjáðst af hinum voðalegu ásökunum samvizkunnar, og liina dýrmætustu huggun á dögum

x

Jólasveinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólasveinn
https://timarit.is/publication/458

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.