Jólasveinn - 24.12.1917, Blaðsíða 9

Jólasveinn - 24.12.1917, Blaðsíða 9
JÓLASVEINN. 9 morgun, þegar hann sér þennan nýja félaga, sem við höfum fengið? Á morgun — já, þá ætla ég að byrja nýtt líf. — Ég fer burt úr París og til Bretagne. — Þar er gamla, hrörlega höllin, sem foreldrar mínir áttu. Uinsjónarmaður hennar hefir oft skrifað mér, að ég skuli koma heim og endurbæta hana og setj- ast þar að. Það er tryggur og góður karl, sem ég á mikið að þakka. Og konan hans, hún Katrín gamla, væri ágæt fóstra handa henni Jóhönnu litlu. — Nú heyrist kluklcnahringing. Það er verið að hringja til morgunmessu. — Hann laut niður að sofandi barninu og kysti það á ennið. En nokkur tár hrundu úr augum hans niður í skeggið, þar sem fyrstu gráu hárin voru farin að koma í ljós. Hugur hans fyltist í einu bæði af alvöru og gleði. Nýtt og betra líf lá nú fram undan honum. 99 Veslings Jakob“. Sönn saga. fSTRÖNDINNI milli Norwich og Yarmouth á Englandi gekk maður með fjögra ára gamalt barn við hlið sér. »Ég er svangur«, sagði barnið. »Pegiðu, krakki!« svaraði faðirinn. »Ég er svangur og mér er ill«, tók barnið aftur til máls. »Þegiðu, krakki; heyrirðu það?« svaraði faðirinn af nýju. »Get ég útvegað þér brauð hérna á sandinum?« Aumingja barnið þagnaði, er það heyrði þessi orð,

x

Jólasveinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólasveinn
https://timarit.is/publication/458

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.