Framtíðin - 01.05.1909, Qupperneq 4

Framtíðin - 01.05.1909, Qupperneq 4
36 FBAMTIÐIN- Seinast þóttist Einar iitli vera orÖinn viss um þaS, að góSur GuS myndi vera búinn aS heyra bænir hans. Iíann var jafnvel farinn aS hlakka til sumardagsins fyrsta, eins og hin börnin. Snemma fór lóan að kvaka á sumardagsmorguninn fyrsta. Sól- in skein í heiSi, brosmild og blíS, og nýgræðingurinn gægSist upp úr moldinni. Bjarkirnar hneigSu höf uS sfn, meS yndislegri kurteisi, um leiS og morgunblærinn kysti þær, eins og þær væru aS heilsa sumar- deginum fyrsta og bjóSa hann vel kominn. Einar litli vaknaSi viS þaS, að engiil meS mjallhvíta vængi, koin inn í baSstofuna og laut niSur aS rúminu hans. Engillinn tók Einar í faSm sinn og flaug meS hann gegnum blá- djúpan geiminn, alla leiS inn í Paradís. Einar litli var alt í einu orSinn al-heilbrigSur og fór aS skima í kring um sig svo óumræSilega sæll. Hann sá ekkert annaS en geisla- dýrS og gullfögur blóm svo langt sem augaS eygSi. Svo komu yndis- leg engilbörn og fóru aS leika sér viS hann. AS vísu hafSi Einar hlakkaS til sumardagsins fyrsta, en aldrei hefSi hann getaS ímynd- aS sér, aS hann mundi verS.a svona undur fagur og gleSiríkur. En nú víkur sögunni niður á jarSríki. Sólin skein svo skært inn um gluggann á KóreksstöSum. í rúminu, þar sem Einar litli hafSi sofiS, lá barnslík, en viS rúmiS stóS alt heimiIisfólkiS, meS sorgarsvip. ÞaS var eins og enginn myndi eft- ir því aS þaS var sumardagurinn fyrsti. Sigurbjörn Sveinsson. Höfundurinn á heima á Akureyrí á Is- landi. Hann mun mörgum kunnur af barnabókinni, sem komiö hefur út eftir hann í tveim heftum og heitir Bernskan. Hann er einn af barnavinunum heima, er farnir eru aö sjá nauösyn þess aö ritað sé fyrir börnin. Sögu-korniö, sem birtist hér, sendi hann blaðinu fyrir nokkru, en var látið bíöa sumarsins. Átti aö vera í síðasta blaöi, en gleymdist. Þakkar ritstj. honum fyrir hugulsemina, og ann honum vegna kærleika hans til barnanna. ----o—— ÞAÐ ER ALVEG ÁREIÐANLEGT. Æfintýri eftir H. C. Andersen. Þýtt af Stgr. Thorst. “ÞaS er Ijóta sagan”, sagSi hæna nokkur og þaS í því hverfi bæjar- ins, þar sem sagan ekki hafSi gerst. “ÞaÖ er ljóta sagan, sem upp er komin í hænsnahúsinu; jeg þori ekki að sofa ein í nótt; það vill til að við sitjum margar saman hérna á spítunni.” Og sagði hún þá sög- una svo að fjaðrirnar risu á hinum hænunum og haninn drap niður kambinum. ÞaS er alveg áreiðanlegt. En við byrjum nú á fyrstu upp- tökunum og þau voru í öðru hverfi bæjarins, í hænsnahúsi nokkru. Sól- in rann og hænsnin flugu upp og settust á spítur sínar. Þeirra á meðal var hæna nokkur hvítfjöðr- uð og fótlág, sem varp eggjum sín- um með stakri reglusemi og var í alla staði virðingarverÖ hæna; þeg- ar hún var sest upp, reytti hún sig með nefinu og datt þá af henni dá- lítil fjöður. “Þarna fór þessi,” sagði hænan;

x

Framtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.