Framtíðin - 01.05.1909, Page 7
F R A M T I Ð I N
39
tekist þaö af íslensku skáldununi, í sög-
unni “Örðugasti hjallinn”. En þegar hver
businn fer að fást við þessháttar, verður
það ekki til annars en þess að f!agga með
viðbjóð og sora frammi fyrir almenningi.
Sá maður, sem það gerir, svo vel fari, þarf
auk þess að vera skáld, að hafa sem heil-
brigðasta siðferðislega stefnu; annars má
reiða sig á, að hann lendir í ógöngur.
Dæmi eitt er til upp á það í sögunni
“Höllu” eftir Guðmund MagnúíSDn. Bók-
in hefur sína kosti, og er höf. auðsjáanlega
talsvert skáld; en þó getur engurn dulist,
að hann er að halda að manni óhci'brigðri
skoðun um hjúskapinn. Vill ví.t helst
gera hann að bráðabirgðasamningi, sem
að taka enda, þegar ástin fer að kólna.
Enda er þetta einkenni margra þeirra höf-
unda, sem hugfangnir eru af ást í meinum
sem söguefni. T'eir taka lítið mark á öðru
eins og því, að það, sem guð hefur sam-
tengt, eigi maðurinn ekki að sundurskilja.
I’að er orðin markleysa fyrir þe'.m frá
liðnurn öldum. Þeir vilja engar hömlur
leggja á list sina. Hún á að vera alfrjáls,
sem þó i raun og veru merkir ekki annað
en það, að hún er á bandi nýrrar siðfræði
eða siðleysis, og gerir sitt til að innræti
hana í tíma og ótínia. En í raun og veru
er það mjög ótímabært, aö innræta slíkt
nú, ef svo mætti að orði komast, því tíð-
arandinn er nógu spiltur í þessu ti'liti án
þess, eins tiður og hjónaskilnaður er nú að
gerast. Og varla er unt að hugsa sér ó-
holiaii andlega fæðu fyrir ungt fólk, sein
á það fyrir liendi að stofna hjúskap, en sið-
ferðislega ruglaðar skáldsögur, sem hampa
ást í meinum, og draga upp óheilbrigða og
ósanna mynd af ástalifi manns og konu.
Veit jeg það vel, að þessi stefna, sem
jeg held fram, er kend við þröngsýni,
ófrelsi, ofstæki, Ijósfælni, skilningsleysi og
ótal fleira. En jeg skeyti ])ví ekki. Held-
l'r miklu fremur bæti jeg því við, að jeg
M't, að lioll stefna i bókmentum þurfi '
réttum skilningi að vera kristileg. Rétt
ski'ið álít jeg, að áhrif kristindómsins eigi
:'ð ná út yfir alt mannlífið, út yfir alt
'uannlegt. Sé hann sannur, má ekkert
svæði mannlegs lifs útiloka frá áhrifum
hans. Allra síst það svæöi, sem eins .
mikXu varðar og bókmentirnar. Því er
það, að jeg tel kristindóminn svo áríðandi
fyrir æfistarf rthöfunda og ská!da engu
síður en annara.
Vel veit jeg það, að sumir telja það vott
um ofsóknar-anda kirkjunnar að lialdi
því fram, að holl bókennitaleg stefna
þurfi i lættum skilningi að vcra kristileg.
rjað sé tilraun frá hennar hálfu til að
gera lítið úr öllu því, sem ekki er af henn-
ar toga spunnið, leggja það í e!nelti og
láta það ekki njóta sannmælis. Þessari
aðdróttun er erfitt að svara, því þeir, sem.
gefnir eru fyrir að eigna kirkjunni slíkar
hvatii, eru sjaldnast mjög fúsir á að sann-
færast um hið gagnstæða. I’eim er í nöp.
við kirkjuna ,og þeir gera henni svo upp-
þær hvatir, sem best eru í samræmi við þi
hugmynd um hana, er þeir hafa gert sér
sjálfir. Undantekningar gera þeir a5
reglu, og dæma heildina eftir því. Við
þessu finst mér ekkert þurfa að segja
annað en það, að óréttlátt virðist að eigna
það ofsóknaranda, þótt einhver maður
kirkjunnar haldi fram mikilvægi kristia-
dómsins á svæði bókmentanna, eöa eitt-
livað annað, nerna hið sarna sé borið á
hvern rnann, sem heldtir fram málstað, cr
lionum er hjartfólginn. Jeg álít því, að
jeg og hver annar hafi fullkominn rétt til
]>ess að benda á það, hve miklu máli krist-
indómurinn skifti fyrir liolla stefnu í bók-
mentunum, án þess að vera sakaður um
ofsóknar-anda.
Mér dettur ekk í hug að halda því fram,
aö rniklir hæfileikar til að rita með list
eða leiða fram skáldskap birtist að eins
hjá þeim mönnum, sem andi kristindóms-
ins er rikjandi hjá. En hitt vil jeg segjar
að gáfur slíkra manna sé best notaðar,
þegar þær eru notaðar samkvæmt anda
kristindómsins. Jeg álít san(ngjarnt, að
alveg sama siðferðiskrafa sé gerð til
þeirra og annara nianna. Þeir ættu að
vera hvorki rétthærri né lægri í því tilliti.
Að líta á það sem hömlur á list þeirra er
hin mesta fjarstæða. Setji andi kristin-
dómsins rétt skilinn engar skaðlegar hömt-
ur á líf manna yfirleitt, þá leggur hann