Fríkirkjan - 01.09.1901, Síða 3
147
Með því þessi heiðraði höfundur er mjög glöggur maður
og mjög mikill áhugamaður um málefni kristindómsins, þá
gjörum vér ráð fyrir að mörgum muni forvitni á að lesa það,
sem hann skrifar um þetta efni. Það er mælt, að „glöggt er
gests augað", og tír því hann, sem var gestur hér á ættjörðu
sinni, fór að rita lýsingu á íslandi um aldamótin, þá má nærri
geta, að hann hefur ritað það eitt, er hann hugði sannast og
réttast, ekki síst um kirkjuna og ásigkomulag kristindómsins
í landinu.
Vér látum ntí blað vort flytja lesendunum það sem oss
virðist markverðast af því, sem séra Friðrik ritar í þessum
kafla bókar sinnar.
Hann byrjar á því, að geta um trúarsamtalsfundinn, er
haldinn var í Reykjavík, áður enn þeir séra Jón Bjarnason
hurfu aptur heim á leið. Telur hann, að það mundi mjög
auðvelt að hafa slika fundi tíða í Reykjavík að vetrinum og
koma miklu góðu til leiðar með þeim.
„Og á því er hin brýnasta þörf“ heldur höf. áfram. „Þyí
yfir kirkjulífinu á íslandi hvilir svefn og doði, og lítið eða
ekkert er gjört til að fá því breytt. Ekkert, sem um það
hefur verið sagt, held eg sé oftalað. Um það sannfærðist. eg
á þessari ferð minni. Eg finn að minnsta kosti ekki ástæðu
til að taka neitt af þvi aptur, sem ég hefi áður um það talnð,
og mundi eg þó hjartans feginn hafa gjört það, ef eg hefði
sannfærzt um, að orð mín hefðu engan stað átt sér.“
Það telur höf. mjög einkennilegt við kirkjulega ástandið,
að menn vilji heyra um kristindóminn talað. Menn finni til
þess, að ástandið sé öfugt eins og það er. f*að sé eins og
menn bíði, — standi með öndina í hálsinum og bíði eptir því,
að einhver lífsins gustur komi tír einhverri átt — eitthvert
vekjandi orð, sem öllum megi að hjálpræði verða.
Síðan minnist höf. á hina bágbornu kirkjusókn og altaris-
gönguleysið. — Þá segir hann, að alvarlegt fólk kvarti víða
um, að íermingarundirbúningi af prestanna hálfu hafi stór-
um farið aptur, síðan barnakennarar urðu almennari. Segir
hann, að heilmargir af þessum barnakennurum séu algjörlega
horfnir frá kristindóminum, bæði leynt og ljóst, og telji það
úrelta heimsku að vera að troða honum að börnunum, en